Kirkjuritið - 01.12.1936, Page 31

Kirkjuritið - 01.12.1936, Page 31
Kirkjuritið. KRISTUR. Þú lifir enn, i ljóma dýrðar þinnar. Þú lifir enn, í barnsins von og trú. Þú lifir enn, í leynum sálar minnar, og lífið mitt er aðeins, aðeins þú. Þú huggar ennþá hjörtun aumu’ og þjáðu; þín heyrist röddin enn með styrk og von. Þú hjúkrar enn þeim hrjáðu, veiku‘ og smáðu, og heim þú ennþá leiðir týndan son. Þú lifir enn sem maður meðal manna, sem mildur bróðir vor í neyð og sorg, — og um þig geislar guðdóms-eðlið sanna og gliti slær á mannlifs rykug torg. Þú ert vor hjálp við alls hins góða sáning; þú ert vor gleði’ um lífsins birtuskeið; þú ert vor likn í öllum harmi’ og' þjáning; þú ert oss sá, sem vísar lieim á leið. Og orð þín munu æ i gildi standa, og ekkert geta skilið þig oss frá. Þú dvelur enn hjá lýðum heimsins landa, þú lifir enn í hjartans instu þrá. Jakob Jóh. Smári.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.