Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 12
Páll Þorleifsson: Febrúar. fifi Fáum sanngjörnustu mönnum mun þó koma til hug- ar, að þrátt fyrir alt þetta liafi ekki eitthvað unnist á í menningar og mannúðarátt með bættum skólum og auk- inni fræðslu. Og engum dettur í lutg, að slíkt myndi holl- ráð menningarlega séð, að jafna skóla við jörðu og loka munni kennarans. Ég þori einnig að fullyrða, að mörgum presti finnist oft uppskeran smá af starfi sínu og álirifin af boðskap kristindómsins furðu lítil á hug og lijörtu mannanna. Þeir menn, sem raunverulega eru i andstöðu við krist- indóm, grípa jjá gjarnan tækifærið og vilja telja fólki trú um, að alt starf kirkju og kristni sé helber hégómi, sem enginn ætti að styrkja. Enga dul ber að draga á það, að siðleysi kristinna |)jóða er mikið og grimd geigvænleg. Sakir mikilla og síendurtekinna yfirsjóna eru hjörtu einstaklinga og ])jóða sem blæðandi und. En hinu má eigi heldur gleyma, að án kristindómsins ættu þeir, sem nú ganga í myrkrum, enga von. Og þrá 11 fyrir það þó áhrifanna frá boðun kenningar Ivrists gæti oft lítið á yfirborðinu, þá lifa áhrifin i djúpi sálar- innar og geta oft á örskjótri og óvæntri stund blossað upp. Hver einasta mannssál, sem eitt sinn liefir hlotið fræðslu um líf og starf meistarans milda, mun aldrei að eilífu g'eta gleyml honum. I Iiinu fræga leikrili Ibsens „Keisara og Galilea“ segif Júlían Apostata eitthvað á þessa leið: „Þú getur ekki skil' ið það, þú sem aldrei hefir verið undir áhrifavaldi guð' mannsins. Það er meira en aðeins kenningin .ein, sem hann helti yfir heiminn, ])að var óstjórnlegur töfra- kraftur, sem fylgdi honum, og liann læsli sig frá sál l’* sálar. Þeir sem eitt sinn liafa komizt i kynni við hann geta aldrei gleymt honum“. Svo máttugir töfrar hafa frá öndverðu fylgt persónu Jesú Krists, að sá sem eitt sinn liefir haft sagnir af hon-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.