Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 42
96 Erlendar fréttir. Febrúar. Séra Hólmgrímur Jósefsson heldur nú unglingaskóla á prestsetri sinu, Skeggjastöðum i Norður-Múlaprófastsdæmi. Nemendur munu vera 13. Erlendar fréttir. Biblíuvika. Sviar hjeldu Biblíuviku 15.—22. f. m. Ýmsir ágætustu kirkju- menn þeirra fluttu útvarpserindi um Biblíuna, skýrðu frá upp- runa einstakra rita hennar og sýndu fram á gildi þeirra. Alt þetta starf miðar að því, að leiða sænsku þjóðina að lindum Guðs orðs, svo að hún sæki þangað daglega djörfung og þrótl til eflingar trúar og siðgæðis. Píslarvottar í Katalóníu. Nýjustu fregnir frá Spáni herma, að stjórnárliðar í Katalóníu hafi drepið um 2000 presta alls og a. m. k. 2 biskupa. Flestar kirkjur þar hafa verið rændar og þriðjungur þeirra verið brendur. Kristniboð í Kína og Stanley Jones. Stanley Jones hefir nýlega skrifað á þessa leið: „Ég er nýkom- inn frá Kína, særður og hrjáður eftir stríðið. Þar er hjarta mentaðs æskulýðs albúið þess að veita sannindum kristindóms- ins viðtöku. Ég hefi verið í Singapore, Manila og Bangoon, og Jmr eru fagnaðarerindinu opnaðar víðar dýr. Nú er ég aftur kom- inn til Indlands og finn enn á ný æðaslög 00 miljóna olnboga- barna, sem berjast fyrir þjóðfélagslegu, efnalegu og andlegu frelsi. Augliti lil auglitis við þetta alt, er ég alsannfærður um það, að ef kristin kirkja vaknaði við og neytti færis sins, |>á væri nú stundin komin fyrir hana. Séra Kaj Munk hefir orðið við beiðni safnaðar síns og heldur prestskap áfram- Heimsþing kristniboða, fjölsótt og merkilegt, var haldið í Madras 13.—20. desember. Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð —- um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósa held- ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra P. Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.