Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 30
Sigurbjörn Einarsson:
Febrúar.
84
Howitl á Mungan ngana („Faðir vor“), en það er guð
Kurnai-þjóðflokksins i Suður-Ástralíu. Hann segir: „Hann
felur í sér alla þá eiginleika, seni eru eftirsóknarverðir,
samkvæml dygðahugsjónum Kurnai-fólksins. Hann er
ríklundaður og örlátur við lýð sinn, beitir aldrei nokkurn
mann rangindum né ofbeldi, en hegnir stranglega hverj-
um þeim, er brotlegur verður við siði og siðgæði“.
í þessu sambandi er og þýðingarmikið að benda á, að
þessir menn trúa því, að hin siðferðilegu lögmál séu sett
og skipuð af Guði við upphaf mannlegrar tilveru, meðan
hann var enn hér á jörð. Með alvitund sinni fylgist hann
með hlýðni og óhlýðni, umbunar og hegnir með réttvísi.
í öllu þessu eru menn fræddir í æsku, einkum í samhandi
við ýmislegar vígslur á unguin mönnum við upphaf kyn-
þroskaskeiðsins. Þá fá menn að vita, hvað varast ber eða
kosta kapps um. Og víðast hvar er þvi trúað, að umbun
og hegning nái út yfir gröf og dauða: Góðir menn fá að
dvelja á himnum eftir dauðann eða í góðum löndum i
vestri. En örlög vondra manna eru ill og ömurleg. Hjá
sumum þessara þjóða eru varðveittar undurfagrar lýsing-
ar á örlögum hólpinna manná.
Það er ekki unt að lnigsa sér, að þvílík guðshugmynd
liafi ekki haft djúptæk áhrif á alt líf manna. Enda liefii'
það að líkindum verið þessi guðstrú, sem varðveitti jjess-
ar fámennu og umkomulausu þjóðir og þjóðabrot frá
glötun, þvi þær eiga margoft við óblíð og háskasamleg
skilyrði að búa. Og ýmislegt i lífi og liáttum þessara
þjóða bendir einmitt eindregið í þá átt, sem nú var til
getið. Skal nú nánar vikið að því.
Þar sein samband þessara guðdóma við siðgæðið er
svo náið, sem raun er á, þá leiðir af því, að Iilýðni við hin
siðferðilegu hoð er trúarskylda. Enda virðist það vera
svo, að hinum siðferðilegu fyrirmælum, sem þessar þjóð-
ir varðveita með sér, sé skilyrðis- og undantekningarlítið
lilýtt á þessu frumstigi mannlegs þroska. Þetta er þvi
þýðingarmeira og örlagaríkara, sem þessar þjóðir hafa