Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 24
78 Sigurbjörn Einarsson: Febrúar. plánetu, maðurinn, skapað sér þessa trú, til þess að flýja myrkur og gátur þeirrar tilveru, sem umlykur hann? Ýms- ir telja sig mega fullyrða að svo sé. Og margir telja sig geta svarað þessari spurningu, ef komist verði að því með sannindum, livort þessi trú hafi fylgt mannkyninu frá upphafi eða ekki. Og á síðari tímum hafa margir, ef lil vill fleslir, talið sig geta fullyrt, að svo hafi ekki verið. Hér á Vesturlöndum hefir, eins og kunnugt er, ríkt sá skilningur á sögu mannkynsins, að þar hafi átt sér stað þróun frá hinu lægra til hins hærra, mismunandi ört, en ])ó jafnt og þétt, unz hér var komið, sem nú stöndum vér. Ekki skal því neitað, að þetta sjónarmið sé gott og lílessað í sjálfu sér og rétt í aðaldráttum. En þó hefir ein- liliða fastheldni við J)etta sjónarmið oft sýnt sig að tak- niarka til stórra muna möguleikana til skilnings á mann- legri sögu, ekki sízt sögu trúarbragðanna, vegna þess, að það gaf ekki þá möguleika til hlutlægrar athugunar, sem er liftaug allra vísinda. Vér skulum lita á þetta ofurlítið nánar. Þegar gefa skyldi svar við spurningunni um frumstig trúarinnar á jörðu hér, þá var aðferðin sú, að rekja sig aftur á bak, frá einu stiginu til annars, þrep af þrepi, unz ekki varð lengra komist niður. Það sem lægsl var og óásjálegast í trúar- hugmyndum og trúarvenjum samkvæmt vorum skilningi hlaut, að því er menn töldu, um leið að eiga skemstan þroskaferil að baki, vera næst frumstiginu. Það kynni að virðast í fljótu bragði, sem þetta ætli að liggja í augum uppi og leysa sig næstum sjálft. En gallinn við þessa að- ferð, sá sem gerði hana í raun og veru óhæfa til þess að Ieysa það verkefni af hendi, sem hún sjálf setti sér, var sá, hvað það hlaut að verða háð persónulegum smekk og skilningi hinna einstöku fræðimanna, hvað álitið var hærra eða lægra. Og yfirleitt er ekki líklegt, að skilningur fáist á þróun mannsins, livorki á einu sviði né öðru, ef lagt ei' á þróunina mæti-sjónarmið einhvers ákveðins tíma. En

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.