Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 26
80 Sigurbjörn Einarsson: Febrúar. hugmynda um það, hvað sé æðra eða lægra samkvæml tímabundnum eða persónulegum smekk og skilningi, heldur með sögulegum rannsóknum á þjóðunum sjálfum, á menningu þeirra, atvinnu- og félagsháttum, sögnum o. þ. u. 1., svo og á því, hvernig menning hefir fluzt til frá einni þjóð til annarar. Ilvað sem framtíðin kann að seg'ja um niðurstöður þessarar fræðiaðferðar í einstökum at- riðum, þá er það þó þegar ljóst orðið, að lnin liefir sýnt sig frjóa til skilnings á ýmsu, sem áður var ekki veitt at- liygli eða bersýnilega rangtúlkað. Svo er t. d. um það, sem hér var hugmyndin að ræða um, guðshugmynd frum- stæðra þjóða. Kenningin hefir löngum verið sú, að hug- myndin um guði væri siðar til komin, ávöxtur langrar þróunar, og hugmyndin um einn Guð, eingyðistrúin, væri þá fyrst möguleg, þegar maðurinn væri húinn að ná al- hliða þroska. Nú verður ekki betur séð en að einstrengis- leg fastheldni fræðimanna við þenhan skilning, þessa kenningu, hafi hreint og beint gert þá blinda á eitt stór- kostlega merkilegt atriði í trúarbrögðum f jölmargra frum- stæðra þjóða, það atriði, að þær trúa á Guð, já, meira að segja einn Guð. Nú liggur næst fyrir að svara þeirri spurningu, hverjar og hvílíkar þær þjóðir eru, sem myndu geta talist fruni- stæðar og standa næst frummenningunni. Það eru ýmsar jijóðir og þjóðarbrot, sem hafa einangrast inni i eyði- mörkum, frumskógum eða á eyjiim úti og þar af leiðandi orðið til þess að varðveita ævafornt stig í menningu og lífsskoðun. Þessar þjóðir eiga allar sammerkt í því, hvað atvinnuhætti snertir, að þær eru á söfnunarstiginu, þ. e. a. s. þeir taka beint úr náttúrunni það, sem hún réttii' þeim og framleiðir af sjálfri sér og þeir þurfa til viður- væris. Þeir stunda m. ö. o. hvorki kvikfjárrækt né jarð- rækt, konan tínir jurtir, ávexti og rætur, en maðurinn veiðir dýr og fiska. Þeir safna ekki til næsta dags, nexna þar sem náttúruskilyrðin neyða þá til. E. t. v. skýrir þetta að nokkuru hina máttugu tilfinningu þessara

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.