Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 8
62
Sigurgeir Sigurðsson:
Febrúar.
yfir leiðum vors anda.“ Vér eigum ekki að láta skoðana-
mismun aftra oss frá því að hjálpa livert öðru og styðja
hvert annað. Vér skulum ekki dæma livert annað, vér erum
svo fá fær um það. Vér eigum að fyrirgefa og hjálpa hvert
öðru á réttan veg. — Kærleikurinn, þar er siguraflið .—
Kærleikur Guðs — kærleikur Krists er það, umfram alt,
sem gjörir tilveruna hjarta og fagra. — Ef mennirnir ættu
ekki kærleika, væri lífið kalt og dimt.
Mér er ljúft og finn mér skylt að láta í ljós þakklæti
mitt fyrir allar hinar fögru óskir og samúð, sem ég hefi
mætt á þessum tímamótum í lífi mínu og starfi. Og þá
fyrst og fremst hjartanlegt þakklætimitttilsafnaðaminna,
sem ég hefi starfað á meðaláundanförnum árum. Mérvarð
]>að örðugra en ég hafði gert mér grein fyrir að skilja við
þá og starf mitt þar. En ég veit, að vináttuböndin, samhug-
inn um áhugamálin, sem þar voru tengd, haldast áfram.
Fjarlægðin milli Vestfjarða og Reykjavikur getur ekki
slitið þau hönd. Litla kirkjan mín, inni milli fjallanna, og
söfnuðurinn, sem guðsþjónusturnar sótti í gleði og sorg,
liverfa mér aldrei úr minni.
Ég þakka yður, bræður mínir í prestastétt landsins, sem
sýnduð mér svo mikið traust — þakka yður allar vina-
kveðjur og árnaðaróskir, svo og öll uppörvunarorðin, seni
mér bárust frá yður og frá svo ótal mörgum bæði héðan
úr Reykjavík og víðsvegar úr söfnuðum landsins. — Þakka
hin mörgu hlýju handtök við komu mina hingað, fyrir-
bænir prestanna allra hér í Reykjavík, vináttu og dreng-
skap gamalla vina hér þakka kirkjustjórninni fyrir
hlýjar viðtökur og síðast en ekki sizt fyrirrennara mínum
í hiskupsembættinu, sem hefir komið fram við mig sem
ástríkur faðir og óþreytandi er að miðla mér af víðtækri
reynslu sinni og mjög mikilli þekkingu á málefnum kirkj-
unnar og kristninnar i landi voru. Og svo fel ég Guði fram-
tíðina. Margt getur hrugðist oss öllum í þessum heimi-
Vér lifum í veröld margskonar vonhrigða. — Það er að-
eins eitt, sem aldrei bregzt. Guð bregzt aldrei.