Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.02.1939, Blaðsíða 33
Kirkjuritið. þ. K.: Ég veit, að lausnari minn lifir. 87 ioringinn, talsmaður mannanna." Enn vex skelfing oiannsins, þegar Guð svarar: „Þú, foringi mannanna, hvað vilt þú? Þú og ég, við tveir erum vissulega verur, sem ólíkt er ákomið með.“ En maðurinn dirfist enn að svara: ’>Já, það er satt, þú og ég, við tveir erum vissulega verur, sem ólíkl er ákomið með. Þú ert hinn máttugi, hinn ndskunnsami, ég, ég er hungraður, ég, ég er kaldur." — Og Guð miskunnaði sig yfir mennina, hann heyrði hæn þeirra og gaf þeim eldinn. Hinir fyrstu menn töluðu við Guð og ákölluðu hann. Hun ekki leita i sömu átt síðasta andvarpið við endalok ahrar mannkynssögu ? Sigurbjörn Einarsson. Ég veit, að lausnari minn lifir. Job. 19. 25—27. Þó dimmi í lofti og dökni við él, skín daglengis sólin þó yfir. Og eins er þó dynji yfir liörmung og hel; mitt hlutskifti drotni í auðmýkt ég fel. Ég veit, að minn lausnari lifir! veit, að liann kemur með kraft og með náð, *neð kærleik og blessun á foldu. Hó hjartanu blæði og lioldið sé þjáð, þó heimslánið þregðist og daprist mitt ráð, mér lýsir lians ljós ofar foldu. Minn drottin, minn Guð, mun ég dýrlegan sjá, er dagurinn fegursti rennur. Hve heilnæmt að laugast við ljósgeisla þá, við lindina eilíl'u svölun að fá! Hve hjartað í brjósti mér brennur! Þorsteinn Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.