Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 6
396
Ásmundur Guðmundsson:
Desember.
Hversu miklar ógnir, sem mennirnir bjóða, þá er ekki
að óttast. Þeir ríki Guðs ei granda. Og þar brosir sólskin
í hlíðum, sem getur náð inn í dýpstu feigðargljúfur.
* * *
Þegar vér endurheimtum frelsi vort og sjálfstæði, ís-
lendingar, fyrir 23 árum, þá var sunnudagur og jóla-
aðventan að hefjast. Ég gleymi því aldrei. Guðspjallið var
innreið Krists. f kirlcjum landsins hljómuðu orðin: „Sjá,
konungur þinn kemur til þín“.
Hefir ekki einnig þrátt fyrir allan veikleika og villu
lagt til vor ljómann frá honum á liðnum öldum? Þegar
vér horfum aftur yfir sögu þjóðar vorrar, æfi kynslóð-
anna, er liófust og linigu, þá sjáum vér, að dýrasta eign
liennar, miklu dýrari jafnvel en tungan og þjóðernið, var
trú bennar á Krist. Hún á trúnni það að þakka, að bún
hefir lifað af alt sitt stríð. Fegurstu lofsöngvar hennar
slá leiftrandi birtti yfir bana: Geisli og Sólarljóð, Lilja
og Líknarbraut, Ljómur Jóns Arasonar, sálmar Hallgríms
og Mattlnasar. Langra kvelda jólaeldur hefir brunnið í
hjörtum mæðra vorra og feðra. Ég sé nú í anda, er voði
steðjar að, hinn mikla flokk mæðra þjóðarinnar öld af
öld, mæðra kristninnar í landinu. Nú standa þær vörð
í hvítum klæðum og halda á logandi kertum. Þær áminna
oss börnin sín að bregðast ekki: Manstu bernskujólin?
Manstu jólalesturinn og jólasálmana? Manstu bænirnar,
sem ég kendi þér? Gættu jólaljóssins.
Þessi eldur, sem tendraðist í brjósti þjóðarinnar við
geislastaf Betlehemsstjörnunnar, lifir vissulega enn. En
það er vandfarið með bann. Það þarf að hlúa að bonuni
og glæða hann, svo að hann verði skær og máttugur —
heilagur logi, er brenni burt úr lífi þjóðarinnar það, sem
ósatt er og hálft, óhreint og Ijótt, aumt og lítilsiglt, öfund
og óvild, sundrung og sérdrægni, og vísi henni veginn.
Vér sjáum svo skamt fram. Vér skiljum aðeins, að nu
eru einhverir mestu örlagatímarnir, sem þjóð vor hefn’