Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 11

Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 11
Kirkjuritið. Jólahugsanir. 401 þessa blessun sína vill hann gefa börnunum ekki síður en þeim fullorðnu. Er gott að minnast þess á barnahátíð- inni, jólunum. Þetta er eitt mesta mál okkar mannanna. Hverri kynslóð er trúað fyrir æsku næstu kynslóðar. Börnin eru lögð á vald hennar, umkomulaus og varnar- laus. Hún flytur þau með sér þá leið, sem hún fer sjálf, hvort sem það er leiðin til lifsins eða ekki. Þess vegna getur engin kynslóð leyft börnunum að koma til meistara síns, nema hún gangi sjálf á vegum hans — lifi í anda hans. Og það er vissulega holt fyrir okkur, eins og aðra, að gera okkur grein fyrir því, hvernig við berum þá á- byrgð, sem á oldcur hvílir í þessum efnum. Ekkert Jiykir verra en að hregðast þvi trausti, sem til manns er borið og að níðast á þeim, sem er varnarlaus. Hér er liinum vöxnu og uppkomnu trúað fyrir nýju fólki, sem er varn- arlaust fyrir. Þér er falið og þér er treyst til að leiða það til lífsins. Hvert gengur þú? Mér koma í hug tvær undurfallegar vísur. Islenzkur mentamaður, sem nú er dáinn fyrir nokkurum árum, slcrif- aði þær í vísnabók dóttur sinnar. Þær eru svona: Láttu ekki í bók þína letra nema það, sem geyma viltu gullrúnum greypt í hjartastað. Láttu ekki í hjarta þitt letra önnur mál en þau, sem Guð og fegurðina festa í þinni sál. Þetta vildu eflaust allir feður og allar mæður mæla við börn sín. En hver ábyrgist, að þessar bænir geti ræzt? Bækur barnanna liggja opnar fyrir öllum, sem um ganga, og því miður skrifar samtíð okkar ýms mál önnur en þau, sem festa Guð og fegurðina i sál barnsins. En hefir þú athugað mikilvægi þessa? Hefur þú gert þér ljóst, að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.