Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 12
402 H. J.: Jólahugsanir. Desember. alt, sem þú gerir í návist barnsins, setur svip á það og mótar það? Þau eru sönn, þessi orð hins austurlenzka þjóðhöfðingja: Sé vatni lielt á bikar, bolla, skál, það breytir lögun eftir kringumstæðum. Á vinatengd við töpum eða græðum, því til bins betra og verra eftir gæðum á vali þeirra mótast mannleg sál. Hver er sá, að bann vilji láta aðra tapa á vináttu við sig? Hver er sá, sem ekki vill, að saklaust og varnarlaust barnið græði á því að lcynnast honum? Fyr en barnið lærir lestur, les það á síns föður enni hreina breytni og lielga skyldu hvernig á að sinna henni. Þessi orð skáldsins eru sönn og mættu vera okkur til umhugsunar. En harnið les á fleiri enni en föður síns, og' þar er sumsstaðar letrað annað en það, sem kennir uni hreina breytni og helga skyldu. Og nú halda kristnir menn jól vegna þess, að hið sanna ljós kom i heiminn. Þar eiga þeir þá jólagjöfina, sem þeim er dýrmætust og helgust. Þrátt fyrir alt eiga menn- irnir þó trúna, trúna á ljósið, sem getur lýst upp heim- inn, ef hann tæki við því — trúna á veginn, sem liggui' til lífsins. Og þelta er jólafögnuður okkar, að sameinast í auðmjúkri bæn um það, að mega verða liðsmenn þeirr- ar starfsemi, sem leiðir til lífsins. Við biðjum ekki um auðsæld og metorð, en við biðjum um þann blessaða guðs- frið og þá gleði, sem því er samfara að duga kynslóð sinni í auðmýkt og kyrþey. Við biðjum um styrk til að veita hvert öðru hollustu og þjónustu, leidd af anda meist- arans. Við biðjum um náð til að mega taka við því sanna ljósi, sem lýsir upp heiminn. Halldór Kristjánsson•

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.