Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 17

Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 17
Kirkjuritið. Nálaraugað. 407 Ingjaldur þagði. — Skýhnoðrinn var nú alveg að leysast upp, og Ingjaldur fann það, að þá og þegar mundi hann hrapa, hraita. — Hann leit upp. Þar stóð postulinn og liorfði niður á hann. Ingjaldur þagði. — Aldrei skyldi hann segja Pétri post- ula frá syndum sínum, það var annar, sem hann vildi skrifta fyrir. — — Þá heyrðist blíð, en hljómmikil rödd, er mælti: — Símon Jónasson, vík þú til liliðar. En Ingjaldur fann, að hann hafði nú aftur fast undir fótum. Hann spratt á fætur ungur og efldur, og við lion- um blasti nú leyndardómur nálaraugans, opinn og augljós. Sánkti Pétur brosti og hristi liöfuðið með tárin í aug- unum. — Enn hafði frelsarinn fæðst. — Þórir Bergsson. Jóladagnr. Kyndla sína kvcikir jóladagur, kljúfa geislar húmsins myrku dyr; vonir manna eignast betri byr, brosir sjónum himinn röðulfagur. Frostsins rós á fölum jarðarvanga fær á klaka-blöðin mýkri lit. Hjörtun yngjast, heyra léttan þyt hvítra vængja, finna blómin anga. Jóladagur, vor úr vetrargröf vekur altaf hreldum manna sálum; kveikir vita’, er björtum himin-bálum beinir sæfarendum leið um höf. Richard Beck.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.