Kirkjuritið - 01.12.1941, Síða 20
Desember.
Höfuðdrættirnir í æfi Jesú.
Eftir dr. theol. Jón Helgason biskup.
II.
Eins og starfi Jesú var tekið í fyrstu, gaf það glæsilegar
vonir um framgang fyrir það málefni, sem hann barðist
fyrir. En það er þó eins og Jesús hafi ekki verið fyllilega
ánægður. Honum fékk ekki dulist, að árangurinn af starfi
lians mundi aldrei verða eins og hann vildi, að hann yrði,
nema hann legði megináherzluna á prédikunarstarfið. Svo
þýðingarmikið sem kraftaverkastarfið gat verið, mátti það
aldrei verða aðalstarf lians, svo hætt sem var við því, að
fleiri og færri leituðu hans eingöngu vegna kraftaverka
Iians, ýmist til þess að fá bót tímanlegra meina sinna, eða
til þess að svala forvitni sinni, en skeyttu ekki um orð
Iians. Jesús vill ekki ala upp í mönnum kraftáverkasótt.
Hann vill ekki kaupa sér fylgi með neinum óandlegum
meðulum. Með orðinu einu átti verkið að vinnast fyrst
og fremst. Það hefir vafalaust kostað Jesúm baráttu, er
liann hafði fundið slíka undrakrafta bærast hjá sér, að
hverfa að miklu leyti frá kraftaverka- og lækningastarfinu
svo mikla eftirtekt sem það vákti og svo mörgum sem
það varð til blessunar, lil þess að gefa sig allan og því
nær óskiptan að prédikuninni. En hann vann signr í þeirri
baráttu. Einn morguninn á þeim tíma, sem aðsóknin var
mest, er Jesús alt í eínu horfinn úr Kapernaum. Daginn
aður ljósanna á milli og langt fram á nótt hafði hvert
llækningakraftaverkið rekið annað og fjöldi fólks beið eftir
að komast að með sjúldinga sína. Hann liafði um nóttina
leitað einverunnar, til þess í næði að tala við föðurinn um
starf sitt og fá opinberun vilja hans þar að lútandi. Og
þegar lærisveinarnir loks finna liann og flytja honum þa