Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 24

Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 24
414 Jón Helgason: Desember. Þar fengn f.jandmenn hans ekki slæma átyllu til þess að ráðast á Jesúm og æsa fólkið gegn honum. í stað þess að gleðjast yfir miskunnarverkinu, sem hann vann, gera þeir það að herfilegu hvíldardagsbroti. En því var þessi „van- helgun livíldardagsins“ þeim sérstaklega nothæft ásökun- arefni, að einmitt hvíldardagurinn stóð í dulrænu sam- bandi við lielgustu vonir ísraels. Það var trú manna, að Guð væri hlátt áfram að híða eftir því, að þjóðin héldi þó ekki væfi nema einn einasta hvíldardag verulega heilag- an, til þess að geta látið ríki sitt koma með krafti. Og svo kemur þessi .Tesús og boðar Guðs ríki sem nálægt, en brýt- ur sjálfur þetta helgasta hoðorð Guðs! Hann segist vera sendur af Guði og fyrirlítur hvíldardag Guðs í stað þess að sýna samband sitt við Guð með verulegri fastheldni við helgi dagsins! En Jesús lætur það ekki á sig fá. Hann vissi vel, hve viðkvæmt þetta mál var, að hann stóð hér gagnvart fólki, er var svo djúpt sokkið niður í lögmáls- þrælkunina, að það með fjálgleik gat rökrætt aðrar eins spurningar og þær, hvort leyfilegt væri að eta egg, sem hæna hefði orpið á hvíldardegi, eða binda borðalykkju á skó sínum, ef losnað hefði á slíkum degi — og þó hikar Jesús ekki við að tala til þess hin sígildu orð: „Iivíldardag- urinn er orðinn til vegna mannsins, en ekki maðurinn vegna livíldardagsins, fyrir því er maðurinn herra hvíldar- dagsins“. Hið annað, og ef til vill langþungvægasta, sem Jesú var til foráttu fundið af fjandmönnum lians, var þetta: „Hann umgengst tollheimtumenn og bersynduga og hefir samneyti við þá“. Vér eigum nú erfitt með að gera oss fulla hugmynd um, hve mikla gremju og hve mikið hneyksli Jesús gat vakið með þessu. Hvernig gat liann haít ánægju af slíkum félagsskap! Og það var því eðlilegra, að menn hneyksluðust á sliku, sem það var trú manna, að slíkir menn ættu ekki hvað minsta sök á, að altaf drógst koma Messíasarríkisins, sem þjóðinni hafði verið gefið fyr' irheit um! Hvað máttu hinir ströngu lögmálsmenn og guðs-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.