Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 27
Kirkjuritið.
Höfuðdrættir í æfi Jesú.
417
sú hugsun ríkari í sálu hans, að hann eigi þjáningar fvrir
höndum -— eigi að líða fyrir hið dýrlega málefni, sem
liann hafði helgað líf sitt.
Að Jesús hafi séð fyrir þjáningar sínar og sagt þær
fyrir, svo að þau leikslok liafi alls ekki komið að honum
óvörum, er svo vafalaust, að furðu gegnir, að það nokkuru
sinni skuli hafa verið véfengt. Hitt hefði verið margfalt
óskiljanlegra, ef það hefði getað dulist honum hvernig
skýbólstrarnir dimmir og drungalegir drógust saman yfir
höfði lians. —
Svo er að sjá, sem forlög Jóhannesar skírara liafi fyrst
vakið í sálu Jesú hugboð um, hvað biði hans. „Elia er
þegar kominn, en þeir þektu hann ekki, heldur gerðu við
hann það alt, er þá fýsti. Þannig á og mannssonurinn að
þola þjáningar af hendi þeirra“, segir Jesús við lærisveina
sína. Orðin láta oss renna grun í, hver álirif morðið á
Jóhannesi hefir haft á hugi samtíðarmanna lians, en þau
sýna líka sambandið milli þessa atburðar og þessara
þungu hugsana, sem upp frá þessu fylla sálu Jesú. Það
kann vel að vera, að frá byrjun hafi Jesús ekki hugsað sér,
að hann ætti þjáningaleið fyrir höndum, en upp frá þessu
mótast sú hugsun fastar og fastar í sálu lians, að svo
hljóti að fara; honum verður það meira að segja dag
frá degi skiljanlegra, að sigur vinnist aldrei nema fyrir
þrengingar. Hann talar um bikar, sem hann eigi að tæma
í botn, af því að svo sé vilji föðurins. Hann talar um
sldrn, sem hann eigi að skírast, til þess að hljóta tignar-
sætið við hægri hönd föðurins í dýrð himnanna. Og hann
talar um tausnargjald, sem hann eigi að greiða til þess
að leysa mennina úr ánauð þeirra. — Þar hefir honum
til fulls skilist, hvað fyrir föðurnum vaki með því að láta
æfiferil hans enda sem píslarferil. Alt til síðustu stundar
er þó eins og vonar-glæta lifi í sálu hans um, að ef til vill
niuni faðirinn þó lilífa sér við því, sem mannlegu eðli
hans var ægilegt tilhugsunar, svo sem grasgarðsbaráttan
ber vott um. En hið sonarlega traust á Guði haggast ekki