Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 34

Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 34
424 Séra Eyjólfur Jónsson. Desember. Elín kona hans, 8 börn. Gamli séra Eyjólfur Ivolbeins bafði beðið nafna sinn að koma upp Kolbeinsnafninu, og gerði liann það. Skírði bann elzta son sinn Eyjólf Kol- beins, og bera nú 33 afkomendur hans nafnið. Tveir af sonum þeirra bjóna, séra Eyjólfs og frú Elínar, urðu prest- ar, þeir séra Eyjólfur Kolbeins prestur á Staðarbakka og Melstað (1890—1912) og séra Böðvar, sem varð prestur í Árnesi eftir föður sinn. Önnur börn þeirra, sem upp komust, voru: Jón Björn gullsmiður á ísafirði, nú í Reykja- vík, Þórunn ekkja Marino Hafstein sýslumanns og Leo- poldína verzlunarmær (d. 1940). Einn þeirra manna, sem þekti séra Eyjólf vel, liefir sagt mér, að bann bafi verið sæmdarmaður liinn mesti, vel greindur og ræðumaður góður. Hafi bann verið vingjarn- legur í framgöngu og prúðmannlegur, gleðimaður og ást- sæll í söfnuði sínum. Þegar að því kom, að liann varð vegna heilsubrests að láta af embætti, tók bann sér það nærri, því að mjög unni bann prestsstarfinu. En þá var skamt að skapadægri. Dó bann sama ár, sem hann lél af prestsskap, eða 1. júlí 1909, en 5. maí fékk bann lausn frá embætti sínu. Jafnframt því, sem kirlcjan minnist aldarafmælis séra Eyjólfs, þakkar bún starf bins trúa þjóns. Sigurgeir Sigurðsson. Starf söngmálastjóra. Sigurður Birkis söngmálastjóri starfaði á Akureyri mikinn hluta septembermánaðar að æfingu kirkjusöngflokksins. Ei flokkurinn stór og söngkraftar góðir. Síðan fór söngmálastjóri til Akraness og dvaldist þar 3 vikur. Hann stofnaði barnasöngflokk til þess að syngja við barnaguðs- þjónustur, og eru í honum 35 börn á aldrinum 12—14 ára. Enn- fremur æfði söngmálastjóri stóran og góðan kirlcjusöngflokk.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.