Kirkjuritið - 01.05.1954, Qupperneq 6
í Jesú er sigur.
I.
110. kapítula Lúkasai’guðspjalls er sagt frá því, að Jesús
sendir út sjötíu lærisveina á undan sér. Er þeir fundu Jesú
aftur, voru þeir fagnandi. ,,Herra,“ sögðu þeir, ,jafnvel
illir andar eru oss undirgefnir í þínu nafni.“ En Jesús
svaraði: „Eg sá Satan falla af himni eins og elding.“ Svo
gaf hann þeim fyrirheit um þann mátt, er hann mundi
láta fylgja þeim, en bætti við: „En gleðjist samt ekki yfir
því, að andarnir eru yður undirgefnir, en gleðjist yfir því,
að nöfn yðar eru innrituð í himnunum."
Jesús segir hér berlega, að hann hafi brotið vald hins
vonda á bak aftur. Eða hvað annað mundu orð hans
merkja: „Eg sá Satan falla af himni eins og eldingu"?
Og Jésús segist geta gefið öðrum, mönnunum, þetta vald
til að sigra hið vonda og verndað þá gegn háska þess.
„Sjá,“ segir hann við hina sjötíu, „eg hefi gefið yður vald
til þess að stíga ofan á höggorma og sporðdreka og yfir
öllu óvinarins veldi, og ekkert skal yður minnsta mein
gjöra.“
Sigur Jesú yfir hinu iTla, sem hann getur veitt mönn-
unum hlutdeild í, er hann staðreynd? Geta mennirnir nú
gefið sameiginlegan vitnisburð í átt við vitnisburð hinna
sjötíu, eftir meira en 19 alda reynslu af áhrifamætti Jesú
Krists?
Við getum rólega svarað: Já, — einmitt þannig er
reynsla mannkynsins af honum. Hann er sigurvegarinn
yfir hinu illa, en boðberi hins góða. Hann lætur hið illa
víkja en hið góða rísa sigrandi í lífi mannanna.