Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Síða 9

Kirkjuritið - 01.05.1954, Síða 9
í JESÚ ER SIGUR 199 ,,Hjá Jesú frá Nazaret hefir þjóð mín lært að élska og að deyja. IV. Eg veit ekki, hvað okkur mundi ríkast í huga, ef við ®ttum að svara því, hverjir væru augljósastir sigrar Jesú vieð okkar þjóð. Hvar mótun hans væri skýrust. En ég Veit ekki nema ég mundi nefna það fyrst, sem þessi þýzki kirkjumaður nefndi síðast: Ahrif Krists til kærleika og hjálp til þess að deyja með djörfung. Það væri að minnsta kosti blindur maður, er ekki sæi ftiuninn á samlífi og samhjálp okkar Islendinga í dag, og Þess, er við sjáum af fornum ritum að var hér fyrir Krists komu til okkar þjóðar. Og ekkert hefi ég séð á lífsleið minni, sem dýpra hefir 0rkað á mig, en það, að sjá kristinn íslending deyja. Eeynslan af samlífinu við Jesú Krist er hin sama í hinu mikla þjóðlandi, mitt í Evrópu og í okkar litla landi, fjarri meginstraumunum. Það er þetta tvennt, sem gildir mest, að lifa í kærleika °g eiga djörfung í dauðanum. Dibelius biskup segir: „Jesús hefir leyst mig frá freistingunni að fyrirlíta nokk- Urn mann — því að Guð fyrirlítur okkur ekki.“ Og: „Jesús hefir fullkomlega leyst mig undan allri hrseðslu við dauðann. Hví skyldi ég ekki eins vel vilja deyja undir valdi hans eins og lifa hér og starfa undir hans valdi? Ég veit ég fer til hans og að hjá honum er dýrð og friður. Ég þekki þennan frið. Síðan ég átti ekkert annað lífstakmark en gera vilja hans, þekki ég hann. ég hlakka til þess að eiga hann um eilífð. Hann hefir §efið mér heimamanns rétt í tveim heimum. Sé starfinu l°kið í hinum jarðneska, vill hann opna dyr hins eilífa.“ Einnig við getum sagt um okkar þjóð: Hið bezta, sem eigum, er komið til hennar fyrir sigurvald Jesú yfir mu illa. Það, sem að er og þyngst þjakar okkur nú sem Pjóð, er það, að hann skuli ekki fá að ráða meiru.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.