Kirkjuritið - 01.05.1954, Side 12
MAGNÚS JÓNSSON:
Otto Dibelius,
höfu&kempa lútersku kirkjunnar.
I.
1 austanverðri Berlín er kirkja ein, kennd við Maríu
guðsmóður, forn á svip, enda reist á 13. öld. En mikil er
hún að stærð og má varla á milli sjá, hvort hún ber
meiri svip af kirkju eða kastala, enda þarf hún nú á
hvorutveggja að halda. Því að hér er vígi lútersku kirkj-
unnar „austan járntjalds“, og merki þenslu og ófriðar eru
augljós, bæði innan kirkju og utan. Inni í kirkjunni eru
margir, sem taldir eru vera þar til þess að hlera frekar
en hlýða á. Og utan við kirkjuna, skamman veg frá dyr-
um hennar, ók lögreglubifreið að einum af prestum kirkj-
unnar. Hann var tekinn upp í bifreiðina og hefir ekki sést
síðan á þessum slóðum.
En söfnuður Maríukirkjunnar lætur þetta ekki á sér
festa. Lúterska fólkið flykkist að sinni fornu kirkju og
heldur hátt hinum gamla fána, sem Marteinn Lúter dró
á stöng, beint fyrir augunum á páfa og keisara, fyrir
fjórum öldum.
Forstöðumaður þessarar kirkju og forstöðumaður Lút-
erskra í Þýzkalandi er tvímælalaust einn af mestu kirkju-
leiðtogum, sem nú eru uppi, Friedrieh Karl Otto Dibélius,
73 ára að aldri, biskup Berlínar-Brandenburgar stiftis.
Hann er einnig forseti Evangelísku kirkjunnar í Þýzka-
landi, Die Evangelische Kirche in Deutschland, skamm-
stafað EKD, og því æðsti kirkjuhöfðingi allra mótmælenda
í Þýzkalandi. Hann sat í fangelsi á dögum Nasistanna og
liggur nú undir stöðugum hótunum Kommúnistayfirvald-
anna. En Dibelius biskup er óhagganlegur, úr hverri átt-
inni sem stormarnir blása, óhagganlegur máttarstólpi Guðs