Kirkjuritið - 01.05.1954, Page 20
210
KIRKJURITIÐ
undir yfirlýsingu í Stuttgart um það, að kristnu kirkj-
umar í Þýzkalandi væru sekar um ófriðinn. En hvorki
þessi yfirlýsing né sú staðreynd, að báðum var varpað í
fangelsi fyrir andstöðu gegn nasistunum, merkti það, að
þeir væru sammála sigurvegurunum, né heldur, að þeir
væru leynilegir fjendur nasista. Tveir synir Dibeliusar
féllu í ófriðnum. Og meðan á ófriðnum stóð, orti hann
stórbrotið ljóð, þar sem hann hvatti þýzku þjóðina til
einhuga átaks gegn óvinunum. Hvorugur þeirra lét sig
neinu skipta einræðisstjórn eða lýðræðisstjórn. Sök þeirra
á hendur nasistunum var eingöngu sú, að þeir afvega-
leiddu kristna kirkju og hindruðu heilbrigt starf hennar
að málefni Guðs ríkis.
VI.
Þegar nasistarnir voru úr sögunni, mætti ætla að Dibel-
iusi þætti svo sem dýrið í Opinberunarbókinni væri að
velli lagt. En hér fór á annan veg. Mestur hluti safnaðar
hans var á áhrifasvæði kommúnista, og hann fann brátt,
að dýrið var gengið aftur og var nú ekki betra viður-
eignar.
Árið 1945 valdi kirkjuráðið í Berlín-Brandenbui’g stifti
Otto Dibelius að biskupi sínum. Færðist hann nú mjög í
aukana á öllum sviðum, en einkum setti hann sér tvö
verkefni:
1. Að halda við starfi kirkjunnar í Austur-Þýzkalandi.
2. Að vinna af alefli að endursameiningu Þýzkalands,
svo að Lúterska kirkjan og Mótmælendakirkjurnar yfir-
leitt gætu starfað heilar og óskiptar.
Kommúnistastjórnin var ekki sein á sér að ætla að nota
þennan áhuga hins nýja biskups á endursameiningarmál-
inu í áróðursskyni. Niemöller, sem einnig barðist fyrir
endursameiningunni, lét ánetjast. Tók hann þegar, með
sínum alkunna ákafa, að berjast fyrir ,,hlutleysisstefnu“
meðal andstæðinga kommúnista. En Otto Dibelius hélt
áfram að kalla hvern hlut sínu rétta nafni, hve mjög sem