Kirkjuritið - 01.05.1954, Síða 23
OTTO DIBELIUS
213
fríkirkjusniðið. Hafa þær lært mikið á þvi, og nú senda
þær ríflegan fjárstyrk til móðurkirkjunnar.
Svo skeði það árið 1948 í Eisenach, smábænum rétt
hjá Wartburg, að fulltrúar Lútersku kirkjunnar og Kal-
vínsku, reformertu kirkjunnar komu saman — sjö áttundu
hlutar og einn áttundi — og ræddu um möguleikana á
samstarfi. Samningar gengu seigt og fast.
En þá sté Otto Dibelius biskup í stólinn og prédikaði
yfir hópnum. Hann lagði út af Ezek. 37. 22: Og eg vil
gjöra þá að einni þjóð í landinu, á Israels fjöllum, og einn
konungur skal vera konungur yfir þeim öllum, og þeir
skulu eigi framar vera tvær þjóðir og eigi framar vera
skiptir í tvö konungsríki.
Prédikun þessi hefir verið ærið mergjuð. „Þetta er í
eina skiptið,“ hefir hann sjálfur sagt, „sem eg hef með
ræðu flutt fjöll úr stað.“ Fulltrúarnir gengu rakleitt að
bví, að binda endi á málið og sömdu grundvallarlög fyrir
hina Evangelisku kirkju Þýzkalands, EKD, sem áður er
nefnd. Enginn vafi gat verið á því, hver yrði forseti mið-
stjórnar hinnar nýju kirkju. Fyrir allra hluta sakir hlaut
Otto Dibelius að verða fyrir valinu.
Og nú geta allar evangeliskar kirkjur í Þýzkalandi talað
einum rómi. EKD hefir til dæmis eigin fulltrúa í Bonn,
°g gefur hann gætur að öllum hagsmunamálum kirkj-
Unnar hjá stjórn og þingi. Standa því evangelisku kirkj-
Urnar nú fyrst jafnfætis katólsku kirkjunni, og berjast
til dæmis ekki síður en hún fyrir trúarbragðafræðslu í
skólum. Hún hefir ekki sett á fót sinn eigin stjórnmála-
flokk, heldur hafa meðlimir hennar flykkzt inn í flokk
Adenauers, Kristilega lýðræðisflokkinn, eins og Dibelius.
Sá flokkur var áður nálega eingöngu skipaður katólskum
uiönnum, en nú eru 30% flokksins mótmælendur. Trúar-
hragðaofsóknirnar hafa drjúgum unnið að því, að mjókka
bilið og þíða klakann milli þessarra gömlu andstæðinga.
En mótmælendurnir í Austur-Þýzkalandi hafa orðið
tyrir ágjöfunum frá kommúnistum. Þó eru þessar ofsókn-