Kirkjuritið - 01.05.1954, Qupperneq 24
214
KIRKJURITIÐ
ir að mestu óbeinar, enn sem komið er. Kommúnistar
hyllast til þess að halda hávaðasamar ungmennasamkom-
ur á sunnudögum nálægt kirkjunum. Eða þá að forstöðu-
menn samyrkjubúa senda alla í vinnu á ökrum og í kart-
öflugörðum á sunnudögum. Þá hafa þeir afnumið trúar-
bragðafræðslu í skólum og skert tekjur presta og annað
eftir þessu. En ýmislegt bendir til þess, að ofsóknir gegn
kirkjunum fari í vöxt. Tugir presta hafa verið numdir á
brott af lögreglu, og ekkert af þeim spurzt. „Já,“ segir
Dibelius, þegar hann lítur yfir kirkjuna í Austur-Þýzka-
landi, „það er ekki tómur leikur að vera kristinn".
IX.
Biskupinn, Otto Dibelius, er ekki eingöngu andlegur leið-
togi kirkjunnar á Þýzkalandi. Hann er hvergi smeykur
að koma fram að ytra hætti að höfðingja sið. Hann býr
í fornri höll og mikilli á Faradayweg í Dahlem, en það
er heldri manna bær í vesturjaðri Berlínar. Þetta er
embættissetur yfirmanns hinnar Evangelisku kirkju
Þýzkalands. Á vegg í skrifstofu hans hangir stór 16.
aldar altaristafla eftir Matthías Griinewald, ómetanlegt
listaverk, og í fundarsal hans eru sígild líkön helgra manna
þýzkra. Kona hans andaðist nú nýlega, en dóttir hans,
42 ára, sér um heimili hans og er við hlið hans í þeim
fjölda af veizlum, sem hann tekur þátt í eða veitir.
Dibelius er mikill stjórnandi og afkastar ótrúlegri vinnu
á ótrúlega skömmum tíma. Þykir hann stundum nokkuð
snöggur upp á lagið. Ef komumanni dvelst eftir að erindi
er lokið, hefir biskupinn það til að þrífa upp úr vasa sín-
um gamla úrið sitt og gefa á annan hátt til kynna, að
nú eigi gesturinn að hypja sig umsvifalaust.
En þetta sama vasaúr er ekki síður svipa á hann sjálf-
an. Það er hjá rúmstokki hans, og þegar það er 7, rís
hann úr rekkju, flytur stutta bæn og söng með nánustu
samstarfsmönnum sínum. Eftir það rekur það hann áfram
miskunnarlaust við stjórnarstörfin til kl. 10 að kveldi.