Kirkjuritið - 01.05.1954, Side 25
OTTO DIBELIUS
215
Þá gengur hann inn í skrifstofu sína, lokar að sér og
ritar. Bækur hans eru léttar og auðlesnar og hafa selzt
geysimikið.
Dibelius biskup er á yfirborðinu stjórnarinn strangi við
sjálfan sig og aðra. En hann á einnig til fjör og fyndni,
hvassa dómgreind á menn og málefni, sem hjálpar hon-
hm til þess að greiða úr mörgum málum með lipurð og
iagni. Er ekki laust við að stundum fari fram allhörð
barátta milli hins prússneska ósveigjanlega stjórnanda og
vitmannsins, sem sér bak við reglurnar, og venjulega sigrar
hinn síðarnefndi. Hann hefir gefið prestum sínum mörg
vísdómsleg ráð. Eitt er þetta: „Þið eigið að elska menn-
ina eins og þeir eru, en ekki bíða eftir því, að þeir verði
eins og ykkur finnst þeir ættu að vera.“ En því verður
ekki neitað, að hann vill helzt að menn séu honum líkir.
Einu sinni sá hann prest draga upp úr vasanum smávindil
°g kveikja í honum, á kirkjufundi. „Nei, nei, bróðir,“
hrópaði hann, og rétti honum vindlaveski sitt, ,,ef þú
reykir, þá reyktu svona vindil, almennilegan vindil.“
X.
Dibelius er einn fyrsti klerkur í Þýzkalandi, sem fór
að aka bifreið. Það var um 1925. Með því móti komst
hann yfir margfalt fleiri prestaköll á vísitazíuferðum sín-
úna. „Eg hefi alltaf sagt það,“ segir hann, „að eg sé biskup
í sýnilegu kirkjunni, en ekki þeirri ósýnilegu.“
Dibelius hefir um áratugi verið forustumaður í hinni
sýnilegu kirkju. Og hann elskar hina sýnilegu kirkju og
trúir á hina sýnilegu kirkju. Hún verður að starfa og lifa,
hvað sem það kostar, ávinna menn, aðstoða þá trúuðu,
fræða þá fáfróðu, vísa veginn til Guðs.
Kirkjan í Þýzkalandi hefir sótt mikinn kraft til þess-
arar höfuðkempu sinnar og yfirmanns. Um beina vakn-
ingu er ekki að ræða í venjulegri merkingu þess orðs,
®n hin þýzka starfsgleði er komin inn í kirkjumálin. Prest-
ar eru farnir að vinna úti um allt, í verksmiðjum og vinnu-