Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 38
Miklar bœkur um kristindómsmál. Enska kirkjan. Cyril Garbett, erkibiskupinn í York, ritaði fyrir tveim ár- um síðan allmikla bók um vandamál kristindómsins og heims- menningarinnar (In an Age of Revolution, London, Hodder and Stoughton 1952. 20 s), þar sem greint var með skilmerki- legum hætti frá þeirri gerbyltingu, sem orðið hefir í hug- myndalífi mannkynsins á síðustu áratugum, og þeirri upp- lausn í trú og siðum, sem jafnframt hefir átt sér stað. Þar sem fyrri tíðar mönnum, æðri sem lægri, lærðum og leikum, þótti það sjálfsagt að rækja alla trúarsiði að minnsta kosti á yfir- borðinu, og kirkjan naut almennrar virðingar þjóðarinnar, þá hafa nú þau mnskipti orðið, að unnt er að komast alla leið frá vöggunni til grafarinnar án þess að hafa svo sem nokkur kynni af kristindóminum. Enda þótt menning Vesturlanda hafi eigi beinlínis hafnað honum, nema í einstökum löndum, þá hefir meiri hluti þjóðanna gleymt honum. Ekki nema ör- lítið brot hinna svo kölluðu kristnu þjóða sækir kirkju að stað- aldri. Þetta stafar efalaust af því, að trúfræði kirkjunnar er orðin þorra manna álíka óskiljanleg og framandi og skóla- speki miðaldanna, og því finnst mönnum hún ekki viðlitsverð. Aftur á móti geta menn gleypt býsn af alls konar kreddum, sem á allan hátt eru stórum verri, ef reynt er að gefa þeim eitthvert yfirskin vísindanna, og það sýnir raunverulega trú- ai'þörf manna, að fólkið, sem dettur úr kirkjunni, þyrpist inn í alls konar trúarflokka aðra, eins og t. d. kommúnisma og pýramidaspeki, en flestir elska Mammon og þau gæði, sem hann hefir að bjóða, og fara á engan hátt dult með þau trúar- brögð. Hefir sá guð verið heitast elskaður frá upphafi vega, síðan goðin brenndu Gullveigu þrisvar í höll Öðins, en hún reis jafnóðum upp frá dauðum og lifir enn. I þessari bók gagnrýndi erkibiskupinn ýmsa þessa nýmóð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.