Kirkjuritið - 01.05.1954, Qupperneq 42
232
KIRKJURITIÐ
á íslenzku: Kyrtillinn I—III, Reykjavík 1945), og The Big
Fisherman 1948. Þessar skáldsögur seldust í milljónum ein-
taka á frummálinu einu, en voru síðan þýddar á fimmtíu og
fjórar þjóðtungur aðrar.
Fiskimaðurinn mikli er sagan af Símoni Pétri frá því hann
ungur lagði net sin til fiskidráttar á Genezaretvatninu, þar
sem hann hitti Meistarann, sem gerbreytti örlögum hans, og
þangað til hann leið píslarvættisdauða í Róm. Er þetta geysi-
mikil og góð skáldsaga frá frmnkristninni, þar sem flestar
höfuðpersónur guðspjallanna koma við sögu.
Þegar höfundurinn hafði lokið við þessa skáldsögu, sem er
nær 600 bls. í stóru broti, var hann orðinn dauðþreyttur, enda
rúmlega sjötugur að aldri, og löngum þjáður. Segist hann
hafa hálföfundað Símon Pétur, sem hann lætur sálast á sein-
ustu blaðsíðu bókar sinnar, og hafði hann þá við orð að skrifa
engan staf framar, að minnsta kosti ekki skáldsögur. „Naut
eg nú frelsis míns í nokkrar vikur,“ segir höfundurinn. „I
tuttugu ár hafði eg ekki fyrr lokið einni skáldsögunni en eg
var byrjaður á annarri og nú hafði eg ekki meira að segja.
Nú ætlaði eg að gefa mér tíma til að lesa ýmsar bækur, sem
eg hafði ekki komizt yfir að líta í, og skrifa vinum mínum,
sem eg hafði of mjög vanrækt.“ En áður en hann vissi af, var
hann farinn að skrifa á ný, í þetta sinn ævisögu sína, sem
hann varar þó lesandann við, að ekki geti orðið mjög spenn-
andi, þar sem sér hafi aldrei verið dreift við neina stórfeng-
lega atburði. En því miður entist honum ekki aldur til að rita
nema um æsku og unglingsár sín, því að þá andaðist hann
16. febrúar 1951. Kom fyrri hluti ævisögunnar, er hann hafði
lokið við, gefinn út að honum látnum og nefnist: Time to
Remember, London, Peter Davies, 1952 (12 s 6d).
Sögur eftir Douglas eru yfirleitt skemmtilegar, en flytja
jafnframt ærin umhugsunarefni. Er óhætt að segja, að með
þeim hafi honum tekizt stórum betur að vekja athygli og
traust fjölda manna á ýmsum þeim kenningum Krists, sem
almennt er litið á sem fjarstæður. Hann er bjartsýnn á mann-
legt eðli og trúir því, að alla sé hægt að vinna til fylgdar við
kristindóminn, sem fyrir honum er vegur fagnaðar og ham-
ingjuríks lífs.