Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Síða 47

Kirkjuritið - 01.05.1954, Síða 47
Innlendar fréttir. Vesturför séra Einars Sturlaugssonar. [Vr rœSu forseta ÞióSrœknisfélagsins.J Síðastan, en þó fremstan þessara gesta, vil ég þó fyrir ftiargra hluta sakir nefna séra Einar Sturlaugsson, prófast frá Patreksfirði. Hann kom hingað vestur í boði háskóla Mani- tobafylkis, fslendingadagsnefndarinnar og Þjóðræknisfélags- ms. En hann hafði ekki á sér gestasnið meira en svo, að hann fór að segja má dagfari og náttfari um helztu byggðir vorar 1 Manitoba, Saskatchewan, British Columbia, Washington og Norður-Dakota. Á þessum ferðum sýndi hann hreyfimyndir frá fslandi 19 sinnum, flutti 15 erindi rnn ísland og 15 guðs- þjónustur. Er mér ekki kunnugt um nokkurn gest frá íslandi, Sem á jafn skömmum tíma hefir lagt á sig aðra eins vinnu °g séra Einar gerði hér. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins stóð fyrir þessum ferðum prófastsins og skipulagði þær. Að fokum vottaði nefndin homnn þakkir og leysti hann út með lítilfjörlegum minningargjöfum. Tel ég sjálfsagt að þetta þing vilji nú formlega votta honum þakkir félagsins og Vestur- fslendinga. Tímarit L. W. F. Ákveðið hefir verið, að ársfjórðungsrit Heimssambands lúterskra kirkna (L. W. F.), Lutherische Rundschau, komi framvegis út á ensku og nefnist þá Lutheran World. Ritstjóri funaritsins er dr. Hans Balewsky, en ritnefnd skipa þessir fttenn: Dr. Hanns Lilje, biskup, dr. Franklin Clark Fry, hr. ■fohannes Smemo, biskup, hr. Charles Delbruck, dr. Carl E. Lund-Quist. Nýir kaupendur að ritinu gefi sig fram við séra Svein Vík- lng biskupsritara, og taki jafnframt fram, hvort þeir óska að fá ritið sent sér i þýzku eða ensku útgáfunni. Áskriftargjald, ^r- 30.00 fyrir árið, fylgi pöntun. Trumvarp til laga um Kirkjubyggingasjóö var samþykkt á Alþingi 2. apríl síðastliðinn. Neðri deild 8)örði á frumvarpinu tvær breytingar, sem náðu fram að gonga. Lögin verða, sem hér segir:

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.