Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 5
MAGNÚS JÖNSSON:
Páskadagskvöld.
Og sjá, þennan sama dag voru tveir af þeim á ferð til
þorps nokkurs, sem er hér um bil sextíu skeiðrúm frá
Jerúsalem, að nafni Emmaus, og voru þeir að tala sín í
milli um allt þetta, er við hafði borið. Og svo bar við,
er þeir voru að tala saman og ræða um þetta, að sjálfur
Jesús nálgaðist þá og slóst í ferð með þeim. En augu
þeirra voru haldin, svo að þeir þekktu hann ekki. Og
hann sagði við þá: Hvaða samræður eru þetta, sem þið
hafið ykkar á milli á leið ykkar? Og þeir námu staðar,
daprir í bragði. Og annar þeirra, að nafni Kleófas, svar-
aði og sagði við hann: Ert þú eini aðkomumaðurinn í
Jerúsalem, sem veizt ekki það, sem gjörzt hefir þar þessa
dagana? Og hann sagði við þá: Hvað þá? En þeir sögðu
við hann: Það um Jesúm frá Nazaret, sem var spámaður,
máttugur í verki og orði fyrir Guði og öllum lýðnum;
hvernig æðstu prestarnir og höfðingjar vorir framseldu
hann til dauðadóms og krossfestu hann. En vér vonuðum,
að hann væri sá, er leysa mundi ísrael; já, og auk alls
þessa er í dag þriðji dagurinn síðan þetta bar við. Enn
fremur hafa og konur nokkurar úr vorum flokki, er árla
voru við gröfina, gjört oss forviða; þær fundu ekki líkam-
ann, og komu og sögðu, að þær hefðu jafnvel séð engla
í sýn, sem hefðu sagt hann lifa. Og nokkurir af þeim,
sem með oss voru, fóru til grafarinnar og fundu allt
eins og konurnar höfðu sagt, en hann sáu þeir ekki. Þá
sagði hann við þá: Ó, þér heimskir og tregir í hjarta
til að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað! Átti
ekki hinn Smurði að líða þetta og ganga inn í dýrð sína?
Og hann byrjaði á Móse og á öllum spámönnunum, og
útlagði fyrir þeim í öllum ritningunum það, er hljóðaði
um hann. Og þeir nálguðust nú þorpið, sem þeir ætluðu
til, og hann lét sem hann ætlaði að fara lengra. Og þeir