Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 6
148
KIRKJURITIÐ
lögðu fast að honum og sögðu: Vertu hjá oss, því að
kvelda tekur og degi hallar. Og hann fór inn, til að vera
hjá þeim. Og svo bar við, er hann sat til borðs með
þeim, að hann tók brauðið, blessaði og braut það og
fékk þeim. Þá opnuðust augu þeirra, og þeir þekktu
hann, en þá hvarf hann þeim sýnum. Og þeir sögðu hvor
við annan: Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann
talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritn-
ingunum? Lúk. 24, 13—32.
Tveir menn eru á ferð.
Mannlífið er ferðalag. Engin líking er betri um mann-
lífið en þessi, ferðalag. Hvort sem átt er við líf einstakl-
ingsins eða heillar þjóðar, eða jafnvel mannkynsins alls,
þá er þessi líking bezt. Vér erum á ferð, frá einum stað
til annars. En vér erum mismunandi glöggskyggnir, og
hegðum oss ýmislega á þessari ferð.
Spurning allra spurninga verður ávallt um þessa ferð:
Hvaðan, hvernig, hvert? Yfir og undir og ofin saman við
öll önnur vandamál er þessi þríliðaða spurning. Þó að hún
skapi manninum óró og kvíða og jafnvel skelfing, er hún
aðalsmark mannsins.
Þessir tveir menn eru að ræða um „allt þetta, er við
hafði borið“.
Ætli þetta sé ekki góð mynd af mannlífinu? Erum vér
ekki alltaf að basla með einhver vandamál, einhverja
erfiðleika, stóra sumir, smáa aðrir. Og þjóðirnar og mann-
kynið. Hvað heyrum vér nú í fréttum? Um hvað eru
herrar jarðarinnar að tala sín í milli nema „allt þetta,
er við hefir borið“, og hvernig við því eigi að snúast. Al-
blóðugt mannkyn eftir eigin hamfarir. Og þó er enn verið
að búa sig undir verri átök. Og æfinlega geta menn
kennt einhverjum öðrum um óhöppin. Æfinlega sjá menn,
„hvernig æðstu prestamir og höfðingjar vorir“ gera
óskundann, jafnvel þeir, sem sjálfir ganga skilningssljóvir
og þekkja ekki bezta vin sinn sér við hlið.