Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 8

Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 8
150 KIRKJUROTÐ Eftir dauðann og upprisuna þarf enn mikið til þess að vekja trú þeirra. Ég man enn, hve undarlegt mér þótti þetta, þegar ég lærði Biblíusögur í æsku. Hvers vegna vissu lærisvein- arnir þetta ekki? Hvers vegna þekktu þeir hann ekki? Nú skil ég þetta betur, eftir að vera búinn að horfa í heilan mannsaldur á sljóleika sjálfs míns og annarra. Er ekki þetta eitt megin einkennr á mönnunum? Vitum vér, að hinn kristni heimur á upprisinn frelsara? Þekkjum vér hann í fylgd með oss? Bera umræður hinna miklu manna þess vitni, að maðurinn, sem slegizt hefir í förina með mannkyninu, og er núna með því á göng- unni, er Jesús? Og svo fer liann að tala við þá. Þetta er bersýnilega mikill gáfumaður. Hann virðist að vísu í fyrstu vera býsna ófróður um það, sem fram hefir farið, en brátt sést, að það er ekki af fáfræði, að hann talar svona eins og hann gerir, heldur af því, að hann leggur nýtt mat á allt. Hann veit betur. Það voru þeir, sem ekki vissu, hvað gerzt hafði, en hann vissi það. Er ekki myndin enn sönn og trú? Oss kemur það bein- línis fyrir sjónir eins og fáfræði eða blessuð dauðans ein- feldni, ef einhver kemur og segir: Leysum vandamálin á grundvelli kristindómsins. ,,Ó, þér heimskir og tregir að trúa.“ Hér er ekkert að ske nema það, sem átti og hlaut að verða. Látum það verða oss að kenningu. Hann átti að líða þetta og ganga inn í sína dýrð. Hann er í þessu eins og öðru frumgróðinn. En vér mennirnir, hinn kristni heimur, kirkja hans, líkami hans, eigum að ganga sömu braut. Enn mundu menn reka upp stór augu, ef Jesús slægist í förina og færi að spyrja. Menn mundu segja, alveg forviða: „Ert þú eini maðurinn, sem veizt ekki, hvað hefir gerzt?“ Veiztu ekki um hugmyndakerfin í heim- inum og atómvopnin og allt þetta?

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.