Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 16
158
KIRKJUROTÐ
eftirmáli við bókina, þar sem hann gerir nokkru nánari grein
fyrir skoðunum sínum varðandi sögu guðsríkiskenningarinnar,
eins og hún kemur fram í sambandi við breytilegar heimsslita-
hugmyndir. Er það, sem hér á eftir verður sagt, að mestu leyti
tekið úr þessari ritgerð.
Von frumkristninnar.
Von frumsafnaðarins um, að guðsríkið væri í nánd, var
byggð á skýlausri kenningu Jesú sjálfs. En nú rættist ekki
þessi von. Hvernig mátti þá kristnin lifa af slíkt áfall? Hvers
konar umsköpun trúarhugmyndanna varð að eiga sér stað, til
þess að kristnin héldi velli, þrátt fyrir hin stórkostlegu von-
brigði? Þessu efni hefir eigi verið gefinn verulegur gaumur
fyrr en nú á síðari árum.
Páll postuii.
Enda þótt Páll stæði andspænis þessu vandamáli, olli það
honum ekki svo mikilla heilabrota vegna þess, að hann leit svo
á, að komu ríkisins hefði verið frestað aðeins um stundarsakir.
Gat hann því öruggur haldið fram þeirri sannfæring sinni, að
ríkið hlyti að koma vegna sjálfsfórnar Jesú á krossinum.
Kenning hans var reyndar sú, að guðsríkið væri þegar komið
fyrir dauða og upprisu Jesú, kraftar þess væru komnir í hrær-
ingu, þó að ávextir þess væru ekki fyllilega komnir í Ijós. En
þessir atburðir væru upphaf þeirrar ummyndunar, er koma
mundi yfir alla heimsbyggðina, er hún endurfæddist í æðri
veröld Ijóss og lífs. í samfélaginu við hinn krossfesta og upp-
risna endurlausnara voru þeir, sem trúðu, þegar orðnir hlut-
takendur með honum í hjálpræði guðsríkisins. Þeir höfðu risið
upp með Kristi, enda þótt ekki sæist að ytra útliti munur á
þeim og öðrum mönnum.
Þannig gerir Páll greinarmun á komu guðsríkisins og full-
kominni birtingu þess. Hann telur eldri skoðunina, sem aðeins
væntir þessa atburðar í framtíðinni, ekki fyllilega rétta. Megin-
áherzlan í guðfræði hans hvílir reyndar á þessu, að hann telur,
að guðríkið sé þegar hafið með upprisu Jesú, eins og meistar-
inn sjálfur hafði líka gert ráð fyrir, að verða mundi.
Þessi mikli hugsuður frumkristninnar sameinar þannig báðar
þessar kenningar: Guðsríkið er komið og það er komandi, þó
að fyrri hugmyndin lendi alltaf í skugga þeirrar seinni. En