Kirkjuritið - 01.04.1955, Side 18
160
KIRKJURITIÐ
tveggja, að afneita heiminum og vænta þess, að guðsríkið kæmi
af sjálfu sér, olli því, að menn hreyfðu ekki hönd eða fót til
að bæta ríkjandi ástand. Þannig varð hin kristna trú lítil lyfti-
stöng fyrir grísk-rómverska heiminn, og siðakraftar hennar
notuðust lítt að hafa bætandi áhrif á ríki hans og þjóðir. Þó
að heiðindómurinn liði undir lok og kristnin yrði ríkistrú,
hlaut hún vegna sérkenna sinna að hirða lítt um velferð ríkis-
ins. Þessi heimur var ekki það deig, er súrdeig hennar fengi sýrt.
Þetta breytta viðhorf kom einnig til að hafa áhrif á sjálfa
endurlausnarhugmyndina. Upprunalega var sú hugmynd ríkj-
andi, að allir trúaðir öðluðust hver með öðrum hjálpræði
guðsríkisins. En nú varð einstaklingshyggjan ofan á. Hver
einstaklingur fer nú að bera þunga áhyggju um sína eigin sálu-
hjálp, en hirðir minna um framtíð mannkynsins og velferð
heimsins. Öll er sú guðrækni eigingjörn og smásálarleg.
Með eftirvæntingunni um hina bráðu komu guðsríkisins hvarf
úr kristindóminum mikið af þeirri gleði, sem mjög einkenndi
söfnuði Páls og frumkirkjuna. Hún var stofnuð í glaða sólskini
upprisutrúarinnar, en verður síðan að halda áfram göngunni
í kuldalegu dumbungsveðri daufrar og óvissrar vonar. Þegar
guðsríkið, sem er í nánd, hættir að vera þungamiðja trúar-
innar, verður kirkjan ósegjanlega miklu snauðari að von og
gleði.
Umsköpun trúarhugmyndanna.
Þegar vonirnar um komu guðsríkisins færast þannig inn í
óvissa framtíð, hlaut það að hafa í för með sér margvíslega
umsköpun trúarhugmyndanna. Upprunalega væntu trúaðir þess
að hljóta gæði hjálpræðisins með því að öðlast hlutdeild í
guðsríkinu, sem hefjast átti með dauða og upprisu Jesú. En
þegar vonirnar tóku að dofna um nálæga komu þessa hjálp-
ræðis, þarfnaðist trúin nýrrar fótfestu. í stað trúarinnar á
hjálpræðið sjálft kemur trúin á endurlausnina, er veitir hinum
trúuðu réttindi til hjálpræðisins við endalok tímanna. Verður
þá nauðsynlegt að taka endurlausnarhugmyndina til nánari at-
hugunar og gera sér grein fyrir, á hvern hátt dauði og upp-
risa Jesú tryggja hinum trúuðu hjálpræðið í framtíðinni. Um
þetta snýst kristin trúfræði nær einvörðungu næstu aldirnar.
Til þess nú að hafa von um að öðlast eilífa sælu á dómsdegi,