Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 20
162 KIRKJURITIÐ grein fyrir fórnardauða Jesú og hvernig syndugur maður geti fundið í honum fyrirgefningu fyrir afbrot sín mörg og stór. Guðsríkið er komið í mikla fjarlægð, og alla ævi sína verða mennirnir að lifa í þessum heimi umkringdir óteljandi freist- ingum. Hvorki Jesús sjálfur né Páll héldu því í raun og veru fram, að krossdauði Jesú hefði verið nauðsynlegur til að Guð gæti fyrirgefið syndirnar. í kenningum sínum gengur Jesús út frá því sem gefnu, að Guð muni af óendanlegri miskunn sinni fyrirgefa hverjum þeim, er iðrast af einlægni. Það eitt skilyrði er sett í drottinlegri bæn, að sá, sem biður Guð um fyrirgefn- ingu, verði á sama hátt að vera reiðubúinn að fyrirgefa þeim, er misgerir við hann. Friðþægingargildi það, sem dauði Jesú hefir að hans eigin hyggju, brýtur á engan hátt í bága við þá frjálsu fyrirgefn- ingu, sem streymir til mannanna beina leið frá guði miskunn- semdanna, heldur bætir þar nokkru við. Tilgangur friðþæging- ardauðans var ekki sá, í huga Jesú, að gera Guði það fært að fyrirgefa syndugum mönnum. Heldur hafði hann þann tilgang, að hraða komu ríkisins og frelsa þannig vini sína undan þeim þrengingum og skelfingum, sem þeir annars hefðu orðið að líða fyrir syndir sínar, áður en endirinn kæmi, eins og spáð hafði verið um. Hugmyndin var stórkostleg: Jesús hyggst í krafti Messíasarköllunar sinnar að brjóta veldi Satans og heims- vættanna á bak aftur í einu vetfangi með því að deyja fyrir vini sína og knýja þannig fram endalokin án undanfarandi þjáninga. Þjáninguna ætlaði hann að taka alla á sig. Það er þetta, sem hann er að biðja um í Faðirvori: Leið oss ekki í freistni, heldur frelsa oss frá illu. „Freisting" (peirasmos) merkir þarna „þunga raun“, og er átt við þrengingar þær, sem samkvæmt heimslitakenningum síðgyðingdómsins áttu að vera undanfari Messíasarríkisins. Verða orð og athafnir Jesú með engu móti skildar að fullu, nema sérstök athygli sé veitt þeirri miklu áhyggju, er hann bar um þessa hluti. Það er eins og postularnir hafi aldrei fyllilega skilið, hvað fyrir Jesú vakti með fórnardauða sínum. Þeir létu sér nægja þá einföldu skýringu, að með dauða sínum hefði Jesús unnið þeim til handa fyrirgefningu syndanna, svo að þeir mundu komast hjá glötun í þeim mikla dómi, er ganga mundi yfir

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.