Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 21
HUGMYNDIN UM GUÐSRÍKIÐ
163
heimsbyggðina við komu guðsríkisins. Þannig fékk friðþæging-
ardauði Jesú aðra merkingu strax 1 upphafi en Jesús hafði
sjálfur í hann lagt. Hans eigin hugmynd er vikið til hliðar
fyrir þeirri skoðun, að fórnardauðinn hafi verið óhjákvæmilegt
skilyrði fyrir því, að Guð gæti fyrirgefið syndir. Þetta skapaði
óleysanlegan vanda í guðfræðinni. Með hverjum hætti getur
það orðið skiljanlegt, að Guð fyrirgefi syndir aðeins fyrir þá
sök, að Jesús var deyddur? Og hvernig er hægt að samræma
þá skoðun Faðirvorinu?
Anselmus.
Aldir liðu áður en nokkur hafði hugrekki til að gera sér
grein fyrir þessu guðfræðilega vandamáli. Til þess varð fyrst-
ur Anselmus frá Kantaraborg (1033—1109). í hinu fræga riti
sínu: Cur Deus homo? (Hví gerðist Guð maður?) telur hann,
að mennirnir hafi gert Guði minnkun með syndum sínum og
verði Guð því að fá einhverjar móðgunarbætur. Sjálfir hafi
mennirnir ekki getað látið þessar bætur í té, heldur hafi til
þess þurft veru, sem bæði var guð og maður í senn. Til þess
hafi Jesús verið í heiminn borinn, að afreka þessa fullnægju-
gerð með dauða sínum og gera Guði með þessu móti fært að
auðsýna bæði miskunn og fullnægja um leið öllu réttlæti. Allar
seinni tíma tilraunir til að leysa þessa guðfræðilegu þraut hafa
farið líka slóð og þessa og verið barnaskapur einber.
Nýtt vandamál kemur til sögunnar.
Samkvæmt hugmyndum Páls hafði dauði Jesú þann megin-
tilgang að brjóta á bak aftur vald hinna illu heimsvætta og
setja alla krafta endurlausnarinnar í hræringu. Er þetta í
fullu samræmi við skoðun Jesú sjálfs og hugmyndir um áhrif
dauða síns.
En nú höfðu hinir trúuðu dáið og risið upp með Kristi og
voru þannig orðnir hluttakendur í lífi hans. Þeir voru því rétt-
lættir af syndinni. Þeir voru ekki framar holdsins menn, heldur
menn andans. Þeir voru heilagir. Syndin snerti þá ekki framar.
Kenning Páls er því ekki fólgin í komandi fyrirgefningu,
heldur fyrirgefningu, sem þegar er fengin. Honum kemur vart
í hug sá möguleiki, að menn kunni að falla frá og syndga, eftir
að menn höfðu tekið trú. Hugmynd Páls um réttlætið fyrir