Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 31
HUGMYNDIN UM GUÐSRÍKIÐ 173 lengi og eyðileggingarmátturinn var takmörkum bundinn, var hægt að vona, að stýrt yrði hjá gereyðingu. En nú í dag, þegar þessi máttur er orðinn takmarkalaus, getum vér ekki framar vafið oss í neinni blekkingu. Vor eina von er sú, að andi Guðs muni ganga á hólm við anda veraldarinnar og sigra. Síðasta bænin í Faðirvorinu hefir nú að nýju fengið sína upprunalegu merkingu fyrir oss, þar sem beðið er um, að vér megum frelsast frá hinum illu öflum þessa heims. Þessi illu öfl eru jafnveruleg, þó að þau eigi uppruna sinn í hugum mannanna sjálfra, eins og meðan því var trúað, að þau stöfuðu frá andaverum vonzkunnar í himingeimnum. Frumkristnin setti sína einu von á guðsríkið, er hún vænti þess að heimurinn færist. Fyrir oss er guðsríkið enn eina hjálpræðið gegn þeirri yfirvofandi hættu, að mannkyninu verði tortímt með kjarn- orkusprengjum. Andinn sýnir oss enn tákn tímanna og merkingu þeirra. Trúin á guðsríkið gerir til vor mesta kröfu allra trúaratriða kristn- innar. En kraftaverkin verða fyrst að gerast í vorri eigin sál, áður en þau gerast í hinum ytra heimi. Af vorum eigin mætti einum megnum vér aldrei að skapa guðsríki á jörðu. Reynslan sýnir, að hin guðlausu ríki verða aldrei guðsríki. Þau hrynja. Guðsríkið verður fyrst að koma í hjörtum vorum. Andi Guðs getur því aðeins barizt til sigurs í heiminum, að hann hafi fyrst unnið sigur yfir hugum vorum og hjörtum. * Kirkjuleg sýning. Kirkjumálaráðherra hefir nýlega skipað þriggja manna nefnd til þess að standa fyrir kirkjulegri sýningu í sambandi við hátíðahöld sumarið 1956. í nefndinni eru: Kristján Eldjám Þjóðminjavörður, formaður, séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri og Skarphéðinn Jóhannsson húsameistari.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.