Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.04.1955, Qupperneq 32
Kórvígsla í Elliheimilinu Grund „Sæðið grær og vex“, þetta yndislega orð á við um Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, sem óx upp úr nálega ósýnilegri byrjun og varð að stórhýsinu við Hringbraut. Og þetta stórhýsi hefir skotið nýjum greinum í norður, austur og vestur, svo að nú er það í röð mestu húsa landsins. Innan þess veggja munu nú dvelja um 400 manns, vistmenn og starfslið. í austurálmu hússins, sem nú er fyrir nokkru fullgerð, er salur mikill á efstu hæð, um 20 metra langur og eftir því á breidd, og var hans orðin mikil þörf. Þarna geta líklega um 250 manns setið. Fyrir austurgafli hans er tjald mikið, dökkrautt, er vekur litla athygli hversdagslega. En ef það er dregið frá, birtist alveg ný sýn: Kórgafl með altari fyrir miðju og prédikunarstól við suðurhlið. Á altarinu er krossmark og kirkjugripir aðrir, en yfir því er fornlegt listaverk í veglegri umgerð. Kórinn er klæddur dökkrauðum dúk á gólfi. En við þetta breytist hinn mikli salur í vistlega kirkju. Þessi kór var vígður sunnudaginn 6. febrúar af biskupi lands- ins dr. Ásmundi Guðmundssyni með aðstoð vígslubiskups dr. Bjarna Jónssonar, sóknarprestsins séra Sigurbjarnar Á. Gísla- sonar, sem nú mun vera elztur þjónandi prestur á landinu, 79 ára að aldri, og nokkurra fleiri presta. Elliheimilið Grund er sprottið upp af kærleikshugsjón kristin- dómsins og hefir ávallt starfað og dafnað í þeim sama anda. Hafa feðgar tveir átt mestan þátt í viðgangi þess, sr. Sigurbjörn Á. Gíslason og núverandi forstjóri þess, Gísli Sigurbjörnsson, þó að margir fleiri hafi þar lagt í mikið starf og óeigingjarnt. Meðan svo er fram haldið, er þessari fögru stofnun óhætt. M. J. Aths. Mynd af þessari vígsluathöfn kom í síðasta hefti, en vegna misminnis var þar sagt, að grein þessi væri komin.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.