Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Síða 34

Kirkjuritið - 01.04.1955, Síða 34
Gegn sorpritunum. Á síðustu árum hafa flætt yfir heiminn ógrynni af sorp- ritum, svo að uppvaxandi kynslóð stendur hinn mesti voði af. Er öllum góðum mönnum ljóst, að svo búið má ekki standa, heldur verður almenningsálit og ströng löggjöf að veita hér viðnám. Má til dæmis nefna það, að Churchill, forsætisráðherra Breta, leggur það nú til, að slík útgáfa verði bönnuð með lögum. Hér á íslandi er hafin sterk andúðaralda gegn sorpritunum og þess vænzt, að Alþingi og ríkisstjórn láti málið sem mest til sín taka. Fyrir því hafa forystumenn ýmissa stofnana þjóðfélagsins og sam- taka ritað dóms- og menntamálaráðherra og leitað full- tingis hans, en hann hefir tekið málaleitun þessari af fullum skilningi. Er bréf þeirra, sem hér segir: Reykjavík, 23. desember 1954. Almennt er viðurkennt, að íslenzk menning að fornu og nýju sé undirstaða sjálfstæðis þjóðar vorrar og varðveizla þjóðfrels- isins sé bundin verndun þjóðmenningarinnar. Stjórnarskráin heitir þjóðkirkjunni vernd og stuðningi sakir þess, að kristin trú og siðgæði er hornsteinn menningar vorrar. íslenzkum stjórnarvöldum, íslenzkri kirkju og íslenzkum fræðslustofnunum ber því skylda til að standa á verði og rísa gegn öllu, sem sýkir eða brýtur niður menninguna. Á síðustu árum hefur sú óöld hafizt, að flutt eru inn í landið erlend blöð og tímarit, sem eru sori erlendrar útgáfustarfsemi, gefin út í því skyni að græða fé á lægstu og frumstæðustu hvötum manna. Rit þessi eru að öðrum þræði full af geðæsandi glæpafrásögnum, en að hinum klámfengin og kynæsandi. Yfir- leitt eru þau útflúruð afskræmilegum og viðurstyggilegum

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.