Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Síða 35

Kirkjuritið - 01.04.1955, Síða 35
GEGN SORPRITUM 177 myndum, svo að þeir, sem ekki skilja lesmálið, drekka samt í sig eitrið. Jafnhliða þessum innflutningi er hafin hérlendis útgáfa líkra tímarita með sama markmiði. Eru þau seld á sömu stöðvum og fréttablöðin, og eru því á boðstólum frá morgni til mið- nættis og miklu víðar en sjálf Ritningin og gullaldarbók- menntirnar. Þessi útgáfu- og sölustarfsemi er eins konar sýklahernaður, sem stefnir öllum og þó einkum börnum og unglingum í beinan voða. Þetta er andróður gegn kirkju og fræðslustarfsemi og grefur undan menningunni. Má þetta því kallast brot á stjórnar- skránni og níðhögg á þjóðfrelsið. Það er ósk vor, sem vér fullyrðum að sé í samræmi við óskir alls þorra þjóðarinnar, að þetta illgresi verði upprætt eftir því sem unnt er og útbreiðsla þess stöðvuð. Þess vegna leyfum vér oss að beina því til yðar, hæstv. hr. dóms- og menntamálaráðherra, að þér látið fram fara athugun á þessu máli og stöðvið síðan innflutning þeirra rita, er talizt geta siðspillandi. Jafnframt séu upptæk gerð slík erlend rit og bönnuð útgáfa íslenzkra glæpa- og klámrita. Kröfur þessar geta hvorki talizt óeðlileg né óhæfileg skerðing á ritfrelsi, skoðanafrelsi né sölufrelsi í landinu, þar sem dæmi þess eru óteljandi, að einstaklingsfrelsið er miklu meira skert með ótal hömlum á athöfnum manna. Helgi Elíasson Pálmi Jósefsson form. Samb. ísl. barnakennara Helgi Þorláksson form. Landssambands framhaldsskólakennara Ásmundur Guðmundsson Þorkell Jóhannesson háskólarektor vn Jakob Jónsson form. Prestafélags íslands Pálmi Hannesson Til dóms- og menntamálaráðherra. * Á.G. 12

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.