Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 38
180
KIRKJURITIÐ
sig andstæða kirkju og kristindómi. Ólíklegt er, að þess konar
fólk leggi eyrun við útvarpsmessum. Væri ekki vert að taka
þetta til athugunar hér á landi, til dæmis fá tekinn upp sér-
stakan „kirkjuþátt“ í útvarpinu?
★
Svona lýsir konan í dalnum, sem á dæturnar sjö, Monika í
Merkigili, uppeldi barna sinna:
„Ég kenndi þeim snemma, að til væri góður Guð, sem allt
hefði skapað og allt léti vaxa og gróa, og hann gleddist alltaf,
þegar börnin gerðu það, sem gott væri. En svo væri líka vondur
karl, og hann þættist eiga tilkall til bamanna, þegar þau
væru vond, gerðu eða segðu eitthvað ljótt, níddust á lítilmagn-
anum, væru til að mynda vond við dýrin. En svo góður væri
Guð, að hann léti litlu fallegu englana sína vaka yfir börn-
unum á nóttunni, þegar þau hefðu hagað sér illa, til þess að
gæta þeirra fyrir vonda karlinum."
Saga Moniku sýnir, að þetta hefir haft góð áhrif á barna-
hópinn hennar.
★
Sigurður Gunnarsson, skólastjóri á Húsavík, dvaldi í Eng-
landi í fyrra og kynnti sér kennslu í enskum skólum. Honum
farast svo orð í síðasta hefti Menntamála:
„Daglegar morgunbænir eru eitt af því fáa, sem skólunum
er beinlínis fyrirskipað af stjórnarvöldunum. Þess vegna hefst
hver skóladagur með stuttri guðsþjónustu. Skólinn sér um þá
athöfn fjóra daga vikunnar, en útvarpið einn. Svo sem kunnugt
er, er brezka þjóðin mjög kirkjurækin. Ég varð fyrst var við
áhrif þess í skólunum. Ég varð, í fáum orðum sagt, hrifinn
af þessum bænastundum. Þær fóru nær undantekningarlaust
frábærlega vel fram og voru til sannrar fyrirmyndar. Hin
djúpa alvara og siðferðilega festa, sem einkenndi framkomu
barnanna, mun mér seint úr minni líða. Það fer vart á milli
mála, að slíkar athafnir, sem mótast af svo mikilli einlægni,
festu og trúartrausti, marka heillarík spor í bljúgar barns-
sálirnar. Mun þetta atriði skólastarfsins og kristindómsfræðsl-
an yfirleitt, sem mikil áherzla er lögð á, eiga drjúgan þátt í
hinni þroskuðu og fáguðu framkomu barnanna."
Gísli Brynjólfsson.