Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 41

Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 41
Fólkið þarf að finna Krist í kirkjunum, ... Nú er það svo, að störf okkar verða að vinnast við allt aðrar aðstæður en þær, sem forfeður okkar á tímum Biblí- unnar unnu við. Jafnvel dagurinn í dag færir okkur önnur viðfangsefni og starfs-aðstæður en dagurinn í gær. Við lifum nefnilega á 20. öld e. Kr., en ekki á 20. öld f. Kr. Og fram- vinda lífsins á jörðinni tekur sífelldum breytingum. Þar er að sjálfsögðu um að ræða „hið ytra“ fyrst og fremst, þó að hugsanir mannsins hljóti einnig nokkuð að fylgja því. Að sjálfsögðu verður Kristur hinn sami í dag og í gær. En að- staðan til þess að boða Krist sem slíkan er ekki hin sama „í dag og í gær“. Við þurfum ekki annað en líta svo sem 40—50 ár aftur í tímann og bera það saman við nútímann. Þá voru prestar mun fleiri, en hvílíkur er ekki sá reginmunur, hvað við þurfum víðar að koma Kristi að, heldur en þeir prestar þurftu. Nú þurfum við að koma honum til allt að helmingi fleiri íslendinga, þótt við séum mun færri. Og nú þurfum við, þessi fámenni hópur, að koma honum að í raflýstum skraut- sölum skemmtistaðanna, í útvarpið, kvikmyndirnar, bókaflóðið o. s. frv. Hvílíkur reginmunur eða fyrir 40—50 árum! Og það er von, að okkur setji hljóða, þegar við íhugum það heljar- bjarg, sem okkur er ætlað að lyfta. En svo verður okkur ljóst, að við erum ekki einir um átakið. Kristur sjálfur er með okkur. Þess vegna hefir okkur tekizt að lyfta þyngra Grettistaki en nokkur félagasamtök hafa getað bifað. — Því miður er það slæmur ljóður á ráði sumra presta, að þeir gera öll ósköp úr því, hvað slæm sé hjá þeim kirkjusóknin. Ef miðað skal ein- göngu við almennar guðsþjónustur í kirkjunum, getur þetta að vísu átt við að einhverju leyti. En hvað þá um aðrar helgi- athafnir? Vissulega eru þær, hver um sig, guðsþjónusta. Skírn- in, fermingin, hjónavígslurnar, jarðarfarirnar, eru þetta ekki nllt háhelgar guðsþjónustur? Og svo horfa þeir, mínir kæru starfsbræður, á almennu messurnar og telja þær jafnvel mæli-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.