Kirkjuritið - 01.04.1955, Síða 43
VALD. V. SNÆVARB:
Þegar þysinn hljóðnar.
„Ávarpiö hver annan meö sálmum, lofsöngvum
og andlegum Ijóöum, — syngiö og leikiö Drotlni
í hjörtum yöar. — Ef. 5, 19.
Ef spurningin: „Til hvers fer þú til kirkju?“ væri borin upp
fyrir oss, myndu svörin verða nokkuð sundurleit að öllum lík-
indum. — Nokkrir myndu máske segja: „Eg fer til aö sýna
mig og sjá aöra.“ Látum svo vera. Vel getur þeim, sem í ein-
angrun lifa og aldrei neitt fara, verið nokkur sálubót í því,
að hitta menn við kirkju sína og hlýða ásamt þeim helgum
tíðum. — Aðrir þættust hafa erindum að gegna þar á staðnum.
Víst getur erindrekstur á kirkjustað verið „verklegur kristin-
dómur“. mörgum góðum málum hefir verið ráðið til lykta í
sambandi við messuferðir. — Einhverjir kynnu að segja, að
þeir færu þetta sér til skemmtunar og til að „heyra til prests-
ins“. Með þessu má vel sameina gaman og gagn, og ætti sízt
að því að finna. — Loks kæmu svo sumir af innri þrá til
kirkju sinnar, og auðvitað er það æskilegast. — En þegar komið
er í kirkju, hvað skal þá gjöra? Trúlega myndu margir svara
því svo, að þá ættu menn að sitja hljóðir og hlusta á það, sem
fram væri flutt, og er það að vísu rétt, svo langt sem það
nær. Textinn segir þó: „Ávaryiö hver annan meö sálmum,
lofsöngvum og andlegum ljóöum.“ Svo virðist sem postulinn
sé að hvetja menn til virkrar þátttöku í guðsþjónustunni með
þessum orðum. Hvernig geta menn það? Það er sjálfsagt hægt
á ýmsan hátt, en hér skal aðeins á eitt drepið. Virka þátttóku
i guðsþjónustunni geta flestallir kirkjugestirnir tekiö meö þvi,
aö syngja bœöi sálma og messusvör úr sætum sínum. Þá er
farið eftir hinni postullegu áminningu textans. — Safnaöar-
söngurinn, eða hin almenna þátttaka kirkjugestanna í söngn-
um> gjörir guðsþjónustuna miklu áhrifaríkari en ef allir, aðrir