Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.04.1955, Blaðsíða 45
Prýðum guðshúsin, Gjafir til kirkna í Staðarhólsþingum. Á síðastliðnu ári bárust tveimur kirkjum í Staðarhólsþing- um í Dalaprófastsdæmi merkar og fallegar gjafir. — Garps- dalskirkju var gefinn forkunnarfagur hökull, rauður með gylltum krossi og í krossinum miðjum, rauður íslenzkur steinn. Er hökullinn mikill kjörgripur, gerður af frú Unni Ólafsdóttur, en gefinn af hjónunum í Garpsdal, Júlíusi Björnssyni og frú Haflínu Guðjónsdóttur. Sonur þeirra hafði verið veikur af berklum, en var nú batnað, og sem þakklætisvott fyrir þennan bata gáfu hjónin kirkju sinni þennan fagra grip. — Hökullinn var svo vígður af sóknarprestinum séra Þóri Stephensen hinn 25. júlí síðastliðinn. Garpsdalskirkja er vandað hús, hituð með olíuofni og á margt góðra gripa. Kirkjan er raflýst, og er hirðing hennar og umgengni þar öll til fyrirmyndar. Heimakirkjan, Staðarhólskirkja í Saurbæ er nú nær 55 ára gömul. Hún er fallegt hús og allstór sveitakirkja. Hefir söfn- uðurinn gert mikið til að hlúa að henni, og árlega berast henni hundruð króna í gjöfum og áheitum. Kirkjan er búin mörgum góðum gripum, bæði eldri og yngri. En á síðastliðnu ári barst henni mjög rausnarleg gjöf, sem ber fagurt vitni um sterkan kærleikshug til ættarsveitar. Komið hafði til tals heima fyrir að raflýsa kirkjuna og fjársöfnun hafin. Formaður sóknarnefndar, Ólafur Skagfjörð bóndi í Þurranesi, fór svo að athuga um kaup á lömpum og öðru, er til raflýsingarinnar heyrði. Leitaði hann fyrst til frænda síns, Júlíusar Björnssonar rafvirkjameistara í Reykja- vík, og sagði Júlíus honum, að hann skyldi vinna þetta verk °g sjá um, að það yrði ekki dýrara hjá honum en öðrum. ÚtvegaÖi Júlíus síðan stóra, gullna, forkunnarfagra ljósakrónu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.