Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 5

Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 5
MYNDIR FRA MINNEAPOLISÞINGINU 387 Blökkumaðurinn les Ritningarkafla, en Ordass prédikar. Sam- starf þessara tveggja manna snertir okkur djúpt. Það lýsir skýrt stefnu þingsins. Um hörundslit varðar engu né kynþætti, heldur eiga allir að vera eitt í samfélagi við Krist. Ordass legg- ur út af frásögninni í Jóh. 12, 20—26, um Grikkina, sem báðu: „Oss langar til að sjá Jesú“, og svari Jesú, einkum orðunum: „Deyi ekki hveitikornið, sem fellur í jörðina, verður það ein- samalt, en deyi það, ber það mikinn ávöxt. Sá, sem elskar líf sitt, glatar því, og sá, sem hatar líf sitt í þessum heimi, mun varðveita það til eilífs lífs“. Hann sýnir fram á það, hvemig þetta hafi reynzt sannleiki í lífi Jesú Krists og reynist enn með þeim, er honum vilji þjóna. Hann minnist á ofsóknina, er geng- ið hafi yfir land hans. Honum var sjálfum varpað í fangelsi og fékk ekki einu sinni að sjá stjömurnar líkamlegum augum, en Ijósið eilífa náði að skína á hann að ofan. „Ávextimir af dauða Krists“, segir hann, „eru persónulegt frelsi — frelsi frá sjálfum mér og þröngsýnni eigingimi, frelsi til þess að þjóna". Þannig er þegar í fundarbyrjun slegið á þann streng, er ómar allt þingið eins og stef í hljómkviðu: Kristur frelsar og sam- einar. Aftur hljómar söngur að lokinni prédikun: Vor Guð er borg á bjargi traust. Mér virðast allir syngja, en tveir 500 manna söngflokkar stjóma söngnum. Hrifning fer um hugi og hjörtu. Þessi stund í fundarsalnum — þessi mynd gleymist aldrei. II. Að ytra sniði eru fundardagamir, 15.—25. ágúst, hverjir öðr- um líkir, svo að mynd eins fundardags er að vissu leyti mynd hinna. Hann hefst með morgunbænum: Sálmasöng, altarisþjónustu °g safnaðarsvörum og Ritningarlestri. Ég er beðinn að lesa emn morguninn. Ætlunin er sú, að ég lesi á sænsku, en ég biðst undan því, vil lesa á íslenzku, og það er samþykkt. Ég tala fyrst á ensku nokkur orð um tungu okkar íslendinga og bið því næst fundarmenn að fylgjast með í Nýja testamentum smum, er ég lesi 1. kapítula Efesusbréfsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.