Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 6

Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 6
388 KIBKJURITXÐ Stjómarpallurinn og einkunarorðin. Eftir morgunbænir blasa við á salargafli að baki aðalstjórn- enda þingsins á palli einkunnarorðin: Kristur frelsar og sam- einar. Þau eru skráð mjög stóru letri á þremur tungumálum: Þýzku, sænsku og ensku. Frammi í salnum eru borð og sæti fulltrúa, og rísa þar merki þeirra, sem fulltrúamir eru fyrir. íslendingar og Ungverjar sitja saman. Ordass í miðið. Þetta em sérstaklega geðþekkir sessunautar, og ræðumst við nokkuð við. Heyrnartæki eru fyrir framan okkur, og getum við stillt þau svo, að við heyrum ræður á þýzku, sænsku, frönsku eða ensku. Forseti þingsins og Lúterska heimssambandsins er Hanns Lilje, biskup í Hannover. Hann er maður á sextugsaldri, ekki hár vexti, en mikill í herðum og samanrekinn. Svipurinn einarð- legur og gáfulegur, og honum brennur eldur úr augum. Hann er ofurhugi hinn mesti og bauð Nazistum birginn. Var hann því settur í fangelsi og pyndaður, og munaði minnstu, að hann yrði tekinn af lífi. Fengu Bandamenn bjargað honum á síðustu stundu. Hann er frábær mælskumaður og talar ágætlega sex tungumál. Dást allir að málssnilld hans og stjóm á málefnum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.