Kirkjuritið - 01.11.1957, Side 7
MYNDIR FRÁ MINNEAPOLISÞINGINU
389
Heimssambandsins síðustu fimm árin. Hann leitast við að lýsa
því, hver stefnan eigi að vera:
Vér megum ekki láta oss nægja að endurtaka hugsanir horf-
inna kynslóða, heldur verðum vér að tala því máli, sem sam-
tíð vor skilur og þarfnast að heyra. „Kristur frelsar og samein-
ar“. Frá þeirri játning vorri verður að berast straumur af Iífi
til þjóðanna. Hjálpin kemur frá Kristi í erfiðleikum, áhyggjum
og angist kynslóðar vorrar. Heiminn heltekur óttinn við nýja
styrjöld og það hrun, sem af henni muni leiða. Menntamenn
og stjórnmálamenn eru sammála um það, að mannkynið verði
að hefja samstarf, en bann við notkun kjarorkusprengja komi
fyrir ekki nema því aðeins, að góðhugur ríki með þjóðunum.
Samvinna í þeim anda byggist eingöngu á siðgæðisþreki —
nýju bræðralagi með mönnunum.
Kristnir menn mega aldrei þreytast á því að boða, að Jesús
Kristur einn er sá, sem getur breytt mönnunum svo. Hann hef-
ir með upprisu sinni sigrað dauðann og veitt heiminum nýtt
líf.
Vélamenningin hefir að vísu bætt samgöngur þjóða í milli
og ýms ytri kjör, en hún hefir ekki gjört menni sælli — öðru
nær. Öryggisleysið einkennir líf þeirra á vorum dögum. Vér
lifum á öld eyðingar og afneitunar. Menn vilja engar blekking-
ar í trúarefnum, en brestur þrótt til að trúa. Og þó eru menn-
imir gagnteknir trúarþrá.
Nútímamaðurinn, sem er hrjáður af efasemdum, tekur aðeins
gildan skýran, skilmerkilegan, göfgan vitnisburð trúarinnar.
Hann verður því að eiga kost á að hlýða á slíkan trúarboðskap.
Einkunarorð vor tengja kjarna trúar vorrar vandamálum vorra
tíma. Því að Kristur einn er frelsarinn, og enginn vafi getur
leikið á því, að frelsi Vesturlanda er arfur frá kristindóminum.
Veigamesti skerfurinn, sem lúterska kirkjan getur lagt til al-
kirkjuhreyfingarinnar er sá að bera fram þann vitnisburð, að
Kristur sé sá eini, er sameinar.
í þessum anda voru fundarstörfin unnin. Friður og einlægni
ríktu í salnum.