Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.11.1957, Qupperneq 10
392 KIRKJUHITIÐ söfnuðum til athugunar. Þær fjalla um: 1. Frelsið í Kristi. 2. Eining kirkjunnar í Kristi. 3. Frelsið til siðabótar í kirkjunni. 4. Frelsi til þess að veita heiminum þjónustu. 5. Frelsi og sam- einingu í voninni. — Þinginu berst kveðja frá Orþodosku kirkj- unni, og er henni mjög fagnað. Að síðustu flytur Hanns Lilje þakkarorð. Hann kveður for- setastarfið hafa orðið sér til óumræðilegrar gleði og blessunar og hann lært mikið á ferðum sínum um hnöttinn. Forsetinn nýi segir örfá orð. Hann biður um náð Guðs til þess, að hann hrasi ekki. IV. Eitt er þó eftir: Guðsþjónusta að skilnaði undir beru lofti um nón næsta dag, sunnudaginn 25. ágúst. Hana á að halda fyrir framan Capitolium í St. Paul, sem er samvaxin Minneapolis, aðeins Missisippi í milli. Þetta er mikil höll og óvenjulega glæsileg, með háu hvolfþaki og prýdd feg- urstu listaverkum í grísk-rómverskum stíl. Þar á fylkisþing og stjórn aðsetur og bæjarráð. Framundan skrúðgarðar og torg. Þangað streymir fólkið í þúsundatali, verða alls yfir hundrað þúsundir. En hljómsveit tekur að leika 1—2 stundum áður en guðsþjónustan hefst. Fulltrúar ganga í skrúða undir merkjum inn á vellina og þokast upp að sætum sínum á flöt framundan höllinni, íslendingarnir á eftir Ungverjum, en á undan Ind- verjum. Tvö þúsund manna söngsveit syngur sálm, og mann- fjöldinn tekur undir. Blökkumaður frá Tanganyika stígur í ræðustól og mælir örfá orð. Þvínæst flytur forsetinn nýi stutt ávarp: Kristur frelsar og sameinar. Síðan fer guðsþjónustan fram í fimm þáttum, hliðstæðum, og hefst hver um sig með lúðrablæstri. Hinn fyrsti er um frelsi vort í Kristi. Ræða er haldin gegn því og leitazt við að reisa andmæli á þungvægum rökum. Ordass biskup svarar og hrekur fullyrðingar með dómi reyslunnar, annarra og sjálfs sín. Bezt fann hann þetta frelsi, er hann horfð- ist í augu við dauðann, og friður og óbifanlegt guðstraust færð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.