Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 15

Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 15
PISTLAR 397 Meiri umhugsun og umræður um andleg mál. „Það, sem tapast út á við, verður að vinnast inn á við.“ Þess- um frægu orðum hefir að vissu leyti verið snúið við í kirkju- sögu vorri á þessari öld. Þetta er ekki ásökun heldur staðreynd. Otul barátta og ótrauð leiðsögn kirkjulegra leiðtoga, einkum biskupanna, hefir leitt til margvíslegra og fjölmargra réttarbóta og mikilsverðs hagnaðar fyrir kirkjuna. Þess þarf ekki að færa uein dæmi. Þau eru alls staðar við höndina. Hitt liggur líka í augum uppi, að mikið tómlæti ríkir um kristilega kenningu og kirkjulega helgisiði. Á þessari miklu kirkjubyggingaröld get- um vér ekki varizt að minnast þess, að ef um tvennt er að velja, þá getur Kristur komist af án kirknanna, en kirkjumar ekki án Krists. Hér er þörf straumhvarfa. Kristilegur áhugi safnaðanna þarf að glæðast og almennari þekking á kristnum dómi og kirkjulegu starfi að fara vaxandi. Því er ekki að leyna, að almenningur kann ekki aðeins minni skil á kirkjusiðum en áður, kristileg þekking æskunnar er líka rýrari. En vanþekk- íng er upphaf kæruleysis, jafnvel óvildar í garð góðra málefna, °g illgresi kann að gróa í þeirri kirkjugötu, sem hætt er að fara. Einhverjir myndu vilja orða það svo, að vér ættum að biðja Um vakningu. En íslendingar hafa aldrei þekkt neinar almenn- ar trúvakningar, og eru hálfsmeykir við þau ísabrot. Vita, að flóðin skemma stundum og sums staðar meira en þau bæta. Ég befi heldur ekki trú á, að víðkunnasti vakningaprédikari vorra tuna, Billy Graham, mundi vekja hér mikið líf. En hinar og þessar hræringar geta ekki sakað, og á ýmissan hátt má glæða eldinn. Hér er áreiðanlega orðin þörf á almennari umræðum um margs konar trú og siðgæðismál. Bæði til fróðleiks og hvatn- ingar. Og þótt menn yrðu eitthvað ósammála, er það ekki hættu- kgt. Lognið er ekki fyrir öllu. Eitt í rétta átt væri það, að menn sendu þessu riti bréf um

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.