Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 17

Kirkjuritið - 01.11.1957, Page 17
PISTLAB 399 Biblían. Útkoma Biblíunnar að nýju hérlendis er mikið fagnaðarefni, merkilegur áfangi. Oss hefir verið það til vansæmdar að sækja þá prentun til annarra. íslenzk kirkja þarf að stofna til mikillar útgáfustarfsemi í framtíðinni. Auk Heilagrar Ritningar á hún að gefa út sálmabókina, bamalærdómsbækur, handbækur sunnudagaskólanna, kristileg fræðirit, kirkjuleg blöð o. s. frv. En nú er næst að stuðla enn betur að auknum Biblíulestri. Flestum dylst um of, hve miklir fjársjóðir em geymdir í bók bókanna. Mér er minnisstæð hrifning tveggja ungra mennta- manna, er þeir „uppgötvuðu“ Ljóðaljóðin, raunar af tilviljun. Hve fáir vita ekki, að Jobsbók er einhver stórbrotnasti harm- leikur, sem til er, og hvergi mun kafað dýpra en þar í hyldýpi gátunnar um tilgang hörmunganna og hvernig eigi að snúast við ógæfunni. Ásgeir Magnússon hefir unnið stórvirki með því að snúa þessari bók í bundið mál og handrit hans er með þeim snilldarbrag, að það verður senn Ijósprentað. Hér hafa aðeins tvær bækur verið nefndar, en Biblían er öll svo einstæð, bæði í bókmenntalegu og trúarlegu tilliti, að hún ætti ekki aðeins að vera til á hverju heimili, heldur líka lesin af hverjum landsmanni. Söngurínn um roða- steininn. Það er orðinn mikill söngur, bæði utanlands og innan, enda mun honum senn linna. Það var Camus en ekki Mykle, sem fékk Nobelsverðlaunin í ár, svo ekki er a. m. k. sannað, að þetta sé svo einstætt listaverk, að hvað eina í bókinni megi verja út frá því sjónarmiði og með tilliti til þess. Mér virðist rétt að benda á einstök atriði í sambandi við um- ræðumar um þetta rit. Það munu vart vera uppi skiptar skoðanir um það hér á ís-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.