Kirkjuritið - 01.11.1957, Side 19
PISTLAR
401
Og spillzt. Þetta sýnir aðeins, að slagorð duga lítt hér sem
oftar.
Þá sá ég þess getið, að kirkjunnar menn létu sig jafnvel þetta
mál varða. Eins og það væri óþarft, jafnvel óhæfa. En þá fara
menn nú að verða all meinsamir í garð vorn og skrítnir í dóm-
um, ef þeir, sem oftast bera oss á brýn, að vér prédikum jafnan
uppi í skýjunum eða um lífið handan dauðans, amast við því,
að vér tökum svona siðferðilegt dagskrármál til umræðu bæði
á stól og stéttum. Kirkjunni er áreiðanlega skylt að vara við því,
að hvítt sé kallað svart og svart hvítt, eða leikur sé gerður til
að spilla æskunni í gróðaskyni. Því verður aldrei með réttu neit-
að né það afsannað, að ef þessi bók kemur út í íslenzkri þýð-
ingu, þá er það framar öllu gert til þess að græða á því fé.
Einkum með því að freista unglinganna til að Iesa bókina. Flest-
lr fullorðnir geta lesið hana óþýdda hvort sem er. Sönnun þessa
er fyrst og fremst sú, að mörg sígild rit heimsbókmenntanna
eru enn óþýdd. Og höfuðrit Nobelsverðlaunamanna eru sum
1 þeim flokki.
Svo virðist sem íslenzku blöðin hafi yfirleitt fremur reynt að
verja þessa bók. En þá fannst mér skörin færast nokkuð mikið
UPP í bekkinn, er eitt þeirra gat þess, að hún yrði víst of síð-
buin sem jólabók í ár. Hvemig erum vér farin að hugsa? Geng-
Ur kauptíð jólanna ekki nóg út í öfgar, þótt menn vilji ekki
nota jólin, hátíð bamanna og hreinleikans og friðarins — hátíð
aUs þess, er oss ætti að þykja æðst og fegurst, — til að koma
ut bók, sem dómstólamir verða að skera úr um, hvort sé prent-
hæf eða ekki. Ég held, að hvað, sem annars má segja um þetta
roál, sé alveg víst, að bókin á ekki að koma út á jólunum. Hún
er engin jólabók!
Þannig hefir miklu ryki verið þyrlað upp um þetta ritverk
°g það gyllt með skrúðmælgi og svokallaðri listelsku. En ég
spái því, að eftir stutta stund sé lofsöngurinn um roðastein-
wn hljóðnaður og menn hirði ekki frekar um að lesa hann en
að borða uldinn mat, sem gat svo sem verið góður, ef hann
efði ekki verið maðkaður og skemmdur.
26