Kirkjuritið - 01.11.1957, Side 20
402
KIBKJUBITIÐ
Gleði lífsins og iequið.
Einhvers staðar hefi ég gripið á loftí. þessi orð Helenar Keller,
hinnar blindu og daufdumbu, og hripað þau niður hjá mér:
„Hversu hamingjusöm hljótið þér ekki að vera, þér, sem heyr-
ið og sjáið hina fögru veröld, fyrst ég er sæl. Ég get strokið
hin blíðu blóm og fundið til sólgeislanna, merkt takt tónanna
með fótunum og þreifað með fingrunum eftir máli mannanna.
En ég á líka skoðun og þér á þeim hlutum, sem ég get ekki ht-
ið, því að ég held, að vér höfum hæfileika til að verða vör
þeirra áhrifa og tilfinninga, sem mannkynið hefir orðið fyrir
frá upphafi......
Þessi erfðahæfileiki, er hið sjötta skilningarvit, — sálarskyn,
sambland sjónar, heyrnar og tilfinningar. En þér eruð þó ham-
ingjusöm, sem getið notið allra hinna sex skilningarvita, já,
hversu sæl hljótið þér ekki að vera.“
Gunnab Ábnason.
Þér munuð lifa.
Ef ég verð á undan þér
inn í friðarb'láinn,
horfðu ekki á eftir mér
ofan á moldar náinn.
Andinn lifir. Efnið fer
eins og bliknuð stráin,
en þroska vorið eilíft er
aldrei verð ég dáinn.
Stefán Hannesson.
* * *
Oss hættir til að dæma sjálfa oss eftix hugsjón vorri, en aðra eftir gjörð-
um þeirra. — Harold Nicholson.