Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 21
Skýrsla um sumarbúðir ‘Pióðkirkfunnar UPPHAF. Vorið 1957 ákvað biskup íslands, að þjóðkirkjan efndi til sérstakrar æsku'lýðsstarfsemi að Löngumýri í Skagafirði. Forstöðukonan, frk. Ingi- björg Jóhannsdóttir, hafði góðfúslega boðizt til að lána húsakynni og áhöld skólans til starfseminnar. Biskupinn fól séra Pétri Sigurgeirssyni og séra Braga Friðrikssyni að undirbúa þetta starf, og unnu þeir ásamt öðru áhugafólki að skipulagningu þess. Starfsemi þessi var auglýst í blöð- um og útvarpi, og sérstaklega í Tómstundaþætti bama og unglinga. Þá var prestum í nokkrum þéttbýlli kaupstöðunum skrifað og þeir beðnir að vekja athygli á starfinu. STARFSEMIN. Sumarbúðimar tóku til starfa mánudaginn 1. júlí. Fyrsti dvalartíminn var fyrir stúlkur 10—12 ára, næst fyrir drengi 9—12 ára og loks fyrir telpur 12 ára og eldri. Þátttakan var sem hér segir: 2,—12. júlí telpur alls 39 17,—27. júlí drengir — 22 31. júlí til 9. ág. stúlkur — 27 Alls 88 Þátttakendur skiptust þannig eftir hémðum: Reykjavík 35, Akureyri 8, Siglufjörður 9, Eyjafjörður 7, Skagafjörður 6, Kópavogur 6, Húnavatns- sýsla 4, Hafnarfjörður 2, Akranes 2, Kjósarsýsla 3, Þingeyjarsýsla 3, Seyðisfjörður 1, Djúpivogur 1, Snæfellsnessýsla 1. Kennarar vom þessir: 1. flokkur: Jónas Jónsson, Akureyri, stjómandi, Sigurður Birkis, söngmálastjóri, Reykjavík, Valdimar Snævarr, fyrrv. skólastiórj, Völlum, Séra Lárus Halldórsson, Kópavogi, Séra Bjöm H. Jónsson, Reykjavík, Ingibjörg Hannesdóttir, handíðakennari, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.